Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 32

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 32
192 Geirlaug froðufeldi af heift og reiði, og Jón Baldvinsson skalf á beinunum og vissi ekki, hvernig hann átti að stilla hana til friðar. Hann var hræddur um að hún mundi fá flog; því það voru engar líkur til að hún gæti hefnt sín. Blessunin, sem fylgdi næst á eftir, fór í hálfgerðum handaskol- urn fyrir gamla prestinum. En svo jafnaði söfnuðurinn sig á sálminum. Skömmu seinna stóð Sigurlaug upp og gekk út. Hún var óstyrk og reikaði ofurlítið í göngulaginu, þegar hún gekk fram gólfið, en það var ekki mikið. Svo sótti hún barnið sitt inn í bæinn og hélt af stað. IJegar fólkið kom úr kirkjunni, var hún horfin eins og svipur. Einn daginn í vikunni þar á eftir komu gestir að heimsækja Sigurlaugu, þar sem hún átti heima. Pað kom ekki oft fyrir. Bað voru þeir presturinn og Jón Baldvinsson. þeir komu til að gera enda á þessu leiðindamáli, eins og presturinn komst að orði. Eða með öðrum orðum, þeir komu til að leita sátta og samkomulags við hana, svo gifting Jóns og Geirlaugar gæti haldið áfram. Sigurlaug tók á móti þeim með sama jafnaðargeðinu eins og vant var. fað sá enginn á henni, hvort henni líkaði koma þeirra betur eða ver. Heimilisfólkið sá, að þeir mundu eiga erindi við hana eina, og hversu sárt sem það þjáðist af forvitni, fóru þó allir aðrir burt úr baðstofunni. Jón 'skalf á beinunum. Hann hafði orðið svo skelkaður við það, sem fram hafði farið í kirkjunni, að hann vildi alt til vinna að sættast við Sigurlaugu. Presturinu hafði orð fyrir þeim báðum. Hann var þýður í máli og innilegur eins og honum var lagið. Hann byrjaði með löngum inngangi um kristilega þolinmæði og kærleika og fyrirgefningu og þar fram eftir götunum. Sigurlaug hlustaði þegjandi á það alt saman. Svo fór hann hægt og hægt að komast efninu. Hann áminti hana með kristilegri hógværð og vægðarsemi fyrir það, að hafa

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.