Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 33

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 33
193 gripið til þessa ráðs, án þess að ráðfæra sig fyrst við sálusorgara sinn, og talaði um, hve hneyksli í söfnuðinum væri hættulegt fyrir safnaðarlífið. Sigurlaug hlustaði líka á alt þetta þegjandi. Pað var eins og henni kæmi það alls ekkert við. Loks komst hann að efninu, og spurði Sigurlaugu, hvort hún gerði þá kröfu til Jóns Baldvinssonar, að hann héldi heit sín við hana. Pá opnaði hún munninn í fyrsta, skifti og sagði fast og ákveðið: nei. Pað var ekki nema eitt orð, en það lá í því svo djúp og innileg fyrirlitning, að það þurfti engrar skýringar við. Pað var steinhljóð ofurlitla stund á eftir. Svarið hafði smogið gegnum merg og bein á þeim báðum. Peir þurftu að ná sér eftir áhrifin. Par næst spurði presturinn, hvort hún vildi þá gefa honum leyfi til að eiga systur sína, eða hverja aðra, sem honum þókn- aðist. Svarið var nei, en ekki eins bjargfast og hiklaust eins og hið fyrra. Nú vandaðist málið. Pað var einmitt þetta leyfi, sem þeir voru komnir til að fá. Nú fór presturinn hreint og beint að semja um sættir. Jón þagði, og lagði alt sitt mál í hans forsjá. Hann skalf einsog hrísla, og hefði hann reynt að segja nokkuð, hefði hann höggvið og stamað á því, og ef til vill talað af sér. Hann gerði því það eina hyggilega. En Sigurlaug sá það vel, að hún réð hér ein sættum. Ráð hennar hafði hepnast blessunarlega, eins meinlaust eins og það þó var. Ekkert gat komið þeim í meiri vandræði. Loks varð það að sættum, að Sigurlaug gæfi honum þetta leyfi gegn því, að hann sæi barni þeirra fyrir uppeldi að öllu leyti, þar til það væri upp komið. Hún tók það jafnframt fram, að hún vildi ekki vita það heima hjá systur sinni, hann yrði annað- hvort að gefa með því til sín eða koma því í fóstur á góðu heimili, þar sem því væri vel borgið. Presturinn tók þetta að sér til samkomulags og tilnefndi stað, þar langt í burtu, sem hún þekti af afspurn og gerði sig ánægða með. Hann tók líka á sjálfan sig ábyrgð á því, að Jón héldi !3

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.