Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 39
199 tímarit í Danmörku og hélt þar skörulega fram stefnu sinni í söng- listinni, sem var hrein og há og alvarleg, einföld og náttúrleg, en and- stæð allri sundurgerð og prjáli; því miður hafði það lítinn byr, svo ágætt sem það var, og varð brátt að hætta við útgáfu þess. Eftir þennan tíma og um seinni hluta æfi sinnar (frá 1840) »kompón- eraði« B. sjaldan stærri stykki. Hann tók nú nálega eingöngu að gefa sig við alþjóðlegri útbreiðslu söngsins og kirkjusöngnum1. 1838 varð hann organisti við Trinitatis kirkju; 1843 varð hann söngkennari við Metro- politanskólann og sama ár stofnaði hann iðnaðarmanna söngfélagið (Haandværker-Sangforeningen) og úr því komst á rekspölurinn og mynd- aðist smámsaman í Danmörk hvert söngfélagið á fætur öðru. Nokkrum árum áður var B. byijaður að gefa út skólasöngva (Sange til Skolebrug), því hann hafði verið kennari við ýmsa aðra skóla áður en hann komst að Metropolitan-skólanum; gaf hann skóla- söngva þessa út í heftum, tví- og þrí- og fjórraddað, og urðu þau á endanum 14 alls; náðu þau mikilli útbreiðslu, enda munu hafa verið viðhöfð við söngkenslu í flestum skólum, og eru af þeim fleiri útgáfur. Eru sönghefti þessi mörgum kunnug hér á landi, því hinn ágæti söng- kennari Pétur Guðjónsson notaði þau alla tíð við söngkensluna í hin- um lærða skóla vorum, og fyrir þá sök er nafn Berggreens einnig á þessu landi mörgum kært og kunnugt. Milli P. G. og Berggreens tók- ust snemma bréfaskifti með vináttu og eitt af hinum fyrri heftum af skólasöngvunum (1849) hann tileinkað P. G. með mjög svo heiðr- andi og ástsamlegum orðum.2 Seinna kyntust þeir enn betur í Kaup- 1 í formálanum fyrir »Melodier til de af Selskabet for Trykkefrihedens rette Brug udgivne fædrelands-historiske Digte« (1840) fer hann þessum orðum: aÞað hefir ávalt verið mín skoðun, að hið fegursta markmið, sem sönglistarmaður gæti sett sér, væri það að vinna að umbót og göfgun alþýðusöngsins. Bæði þetta söng- lagasafn og eins skólasöngvar mínir eru fram komnir af þeirri ósk minni, að vinna eitthvað í þessa stefnu, því frá skólunum verður tilfinningin fyrir söng að breiðast út hjá þjóðinni; bæði er það að hreinni sönglegur smekkur verður með engu áreið- anlegar undirbúinn eða grundvallaður en með hagfeldri söngkenslu í skólunum, með því að hjörtu hinna ungu opnast auðveldlega fyrir áhrifum eðallegra söngva, einfaldra og tilgerðarlausra, og geyma svo þau áhrif óútmáanlega; í annan stað er ekki neitt öflugra meðal til að vekja þjóðræknislegar tilfinningar og viðhalda þeim hjá þjóð- inni, — að ég nú ekki tali um hin siðfræðislega mentandi áhrif listarinnar — heldur en einmitt útbreiðsla þeirra söngva, sem ættjarðarlegs efnis eru og í alþýðlegum tón. En í þessu efni er mikið ófengið enn, sem vér hljótum að óska eftir, og er því alvarlega þörf á gagngerðum ráðstöfunum, ef vér eigum að geta gert oss vpn um verulega umbót í þessari grein þjóðmentunarinnar, sem ekki ríður hvað minst á. Fyrir nokkurum hundruðum ára, þegar söngvar þeir, er »kempuvísur« nefndust, hljómuðu frá allra vörum, þá var einnig í Danmörk alþjóðlegur söngur til, en þessir tónar dóu út hér um bil við lok 17. aldar. — — — — — Hið fyrsta spor til umbóta hins þjóðlega söngs er stigið með því að stjórnin hefir lögboðið innleiðslu söngkenslunnar í öllum opinberum skólum; en til þess að lífga hinn þjóðlega söng og örfa elsku þjóðarinnar til söngsins eru góðir og þjóðlegir söngvar bezta meðalið og er hinn rétti tónn þeirra, bæði hvað orða- texta og sönglag snertir, gefinn í kempuvísunum.« 2 «Til min fjerne — dog altid nære Ven, med hvem jeg aldrig har ta.lt — men dog vexlet saa mangt et Ord, Folkesangens ivrige Dyrker, den for mig utrættelige Samler af islandske Folkemelodier, Herr Organist P. Gudjohnsen i Reykjavik, med Hilsen og Venskab fra A. P. Berggreen.«
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.