Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 41
201
mannahöfn veturinn 1865—66, er P. G. dvaldi þar um tíma, og eftir
að hann var heim kominn til íslands tileinkaði B. honum annað hefti
í nefndu safni. Jónas Helgason kyntist honum og þá er hann dvaldi
í Khöfn (1866), sem ekki var mjög lengi, og auðsýndi B. honum
mikla góðvild.
1859 var hann skipaður söng-tilsjónarmaður við hina lærðu skóla,
semínaríin og aðrar kenslustofnanir sem heyra undir kirkju- og kenslu-
málastjórnina, og gegndi hann því embætti þangað til rétt skömmu
fyrir andlát sitt með frábærri skyldurækni og mannúð.
Organistastaða B. leiddi eðlilegatil þess að hann tók að fást við kirkju-
sönginn og gerði hann það af hinni mestu ást og áhuga. Safnaði hann í
eitt hinum dönsku kirkjulögum (Melodier til Salmebog til Kirke- og
Husandagt, útg. 1852—53) og lét hann því safni fylgja ritgjörð >Um
safnaðarsönginn« (Om Menighedssangen). Mörg af sálmalögum þeim,
er hann sjálfur hefir samið, eru enn í mesta afhaldi, t. a. m. »Lær mig
o Skov at visne glad,« »Tænk naar engang« (O blessuð stund), »Lyk-
salig, lyksalig hver Sjæl,« »Dejlig er den Himmel blaa« o. fl.
Hið þriðja og eflaust hið mikilfenglegasta verk B. er »Folkesange
og Melodier, fædrelandske og fremmede, samlede og udsatte for Piano-
forte1 (Safn af þjóðsöngum og sönglögum, ættjarðarlegum og útlend-
um, tónsett fyrir klaver) 11 bindi alls, 1. útg. 1842—47, önnur útg.
mikið aukin 1861—70. Er safn þetta árangur af margra ára óþreyt-
andi elju og svo er það fjölskrúðugt af sönglögum bæði Norðurlanda
þjóða og annarra þjóða, að engin þjóð í heimi á slíkt safn; það er
alveg einstakt í sinni röð. í því safni eru og fáein íslenzk þjóðlög."
Þess má geta að hinir frægu kompónistar Niels W, Gade og P.
Heise voru lærisveinar B. — Gade, sem varð heimsfrægur maður, bar
hina mestu virðingu fyrir B. og viðurkendi hann bæði sem mjög mik-
ilsverðan lagsmið og f)»rirtaks söngfræðing, og er það því meira vert
sem sumir hafa ekki látið hann njóta sannmælis. Það mun vera álit
þeirra sem bezt bera skyn á þetta mál, að þó Danmörk hafi átt snjall-
ari og mikilhæfari tónskáld, þá hafi hún ekki átt neinn smekknæmari
og lærðari söngfræðing eða þann er sönglistinni hafi unnið meira gagn
þegar á allt er litið, en B.
B. var sístarfandi fram á elliár og eitt af því síðasta, er hann
samdi, var æfisaga Weyse (1876). Heiður og frama hlaut hann marg-
faldan. Þar á meðal var það, að háskólinn gerði hann að dr. philos.
á gullbrullaupsdegi hans 6. maí 1878 og viðurkendi þar með sérstak-
lega hinn mikla söng-lærdóm hans.
Sem maður var Berggreen hið mesta göfugmenni, eins hreinn í
lund og líferni eins og hann var í listinni, og hið mesta ljúfmenni í
allri umgengni. Hann andaðist í heiðraðri elli 8. nóv. 1880 og var
* Fyrsta hvötin til að B. byrjaði á því verki var frá F. P. J. Dahl, sem sjálfur
hafði á ferðum sínum í Noregi safnað allmörgum norskum þjóðlögum.
2 Pau eru: »Ása gekk um stræti«, »Eikur sá ég að tvær saman stóðu«, »Ein-
um unna ég manninum«, »Forðum tíð einn brjótur brands«, »Hér er komin Grýla
á Gægishók, »Hér er kominn Hoffinn«, »Hrafninn flýgur um aftaninn«, »Ólafur
reið með björgum fram«.