Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 43

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 43
203 minn og Indriði beina leið heim til Reykjavíkur, en ég fór yfir Brekkuhraunið til Arnarholts í Mýrasýslu, til þess að heimsækja hann Sigurð Pórðarson sýslumann, er fylgdi mér til Borgarness £ Borgarfirði, þar sem ég náði í Reykvíkurbátinn, er flutti mig aftur til höfuðstaðarins eftir nálega þriggja vikna fráveru. Afarmargt fagurt og stórkostlegt hef ég séð í þessari ferð minni á íslandi, náttúrufegurð svo dæmalaust ljómandi og stór- fengilega, að ég get aldrei gleymt henni meðan ég lifi1; en ein C. Kiichler phot. i. Seljalandsfoss. hinna fegursta sjóna, sem komu fyrir augu mér, hafa þó verið fossarnir þar í Sunnlendingafjórðunginum, einkanlega fossarnir undir Eyjafjöllum, en svo sem nærri má geta einnig Gullfoss, Oxarár- fossinn í Almannagjá og nokkrir aðrir. Og með því að ég ímynda mér, að mörgum af yður, góðu íslendingar, vestan hafs og austan, 1 Allstóra bók um alla þessa ferð mína með 88 myndum hef ég samið með titlinum »Uriter der Mittemachtssonne durch die Vulkan- und Gletscherwelt Islands«, og er hún nú komin út í skrautbandi á kostnað bókaverzluninnar Abel & Muller í Leipzig 1906 (verð: 4 mörk).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.