Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 44

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 44
204 kynni að þykja gaman að því, að sjá þær ljósmyndir, sem ég hef sjálfur tekið af aðalfossunum, sem ég sá á ferð minni, hef ég nú samið grein þessa á yðar eigin kæra tungumáli, sem ég nú leyfi mér að birta yður með 8 beztu myndunum mínum. Pað var Seljalandsfossinn (sjá mynd i) við vesturhlið Eyja- fjallanna, sem við Bjarni komum að hinn 25. júní, er mér þótti einn hinna fegurstu fossa, sem ég hef komið auga á á æfi minni. Eins og gagnsæ brúðarblæja úr mjúku hvítu silki, sem hér og C. Köchler phot. 2. Skógafoss. þar er silfurofin, fellur hann niður frá hérumbil 200 feta hárri þráð- beinni hamrahlíð; en hinar einstöku vatnssúlur hans steypast niður í djúpið með svo miklu heljarafli, að þegar við Bjarni stóðum rétt fyrir framan fossinn, urðum við óaflátanlega ausnir þúsundum smá- dropa hinna eimandi vatnsgufuskýja, sem í sífellu risu upp frá djúpinu. Já, það var stórkostleg sjón að sjá fossinn koma þrum- andi niður frá hinum háa Eyjafjallajökli; en því miður urðum við loks að skilja við hann, til þess að leita næturgreiða handa okkur;

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.