Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Side 45

Eimreiðin - 01.09.1906, Side 45
205 og svo lögðum við aftur af stað fram með hinum undurfögru Eyjafjöllum til prestssetursins Holts undir Eyjafjöllum, sem við komumst að fremur seint um kvöldið. Næsta dag riðum við lengra austur og komum um hádegis- bilið að Skógafossi (sjá mynd 2), sem kemur niður suðurhlíð Eyjafjallanna í fremur breiðum straumi frá hérumbil 240 feta hæð. Það er merkilegt við þennan foss, að vatnsstraumurinn fellur ekki niður í einu flóði, heldur í 12—15 einstökum vatnssúlum, sem sameinast aftur lengra niðri, svo að alt vatnsmegnið steypist þrumandi í djúpið með slíku heljarafli, að þykkur vatnsgufumúr slöngvast upp frá katlinum undir fossinum nálega 100 feta í loft upp. Ég stóð í vatnsstígvélum mínum í miðri ánni rétt fyrir framan fossinn, þegar ég tók myndina af honum, og niðurinn í fossfallinu var þar svo ákaflegur, að það var alls ómögulegt fyrir mig að skilja eitt einasta orð af því, sem Bjarni minn hrópaði til mín. Eftir hálfrar klukkustundar reið enn lengra austur komum við svo að Kvernufossi (sjá mynd 3), sem fellur einnig niður suð- urhlíð Eyjafjallajökulsins og liggur djúpt inni í enda fagurs og indæls gils. Reyndar er hann eigi eins hár og stór og hinir tveir fyrnefndu fossar; en það er þó merkilegt og skemtilegt við hann, að maður getur klifrað fram með hömrunum rétt inn undir fossinn, svo að maður getur séð flóðið koma niður næstum á höfuð sér.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.