Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 50
210
getur ekki verið afbragð. Til þers er »miljónin« ekki nógu mentuð
eða nógu greind. Sennilega lesa tuttugu sinnum fleiri Hall Caine en
Anatole France, þó að, eða réttara sagt af því að helzta umhugsunar-
efnið, sem bækur Halls færa manni, er andleysi höfundarins og skakkar
lundarfarslýsingar.
France er engu síður heimspekingur en skáld, og eru bækur hans
að miklu leyti viðræður, gerðar af svo mikilli snild og vizku, að yndi
er að lesa.
Það er ekki mikið þýtt á íslenzku eftir slíka menn sem France er,
en því meira eftir þá sem síður skyldi. Ef til vill þykir þó einhverjum
gaman að sjá dáh'tið sýnishorn af rithætti hans — að svo miklu leyti
sem þýðing, og sú ekki eins góð og æskilegt væri, getur sýnt hann.
Kaflinn, sem á eftir fer, stendur í 4. bindinu af Histoire Contem-
poraine (samtíðarsaga). Gerist sagan þegar Dreyfus-málið stendur sem
hæst. 5’að er Bergeret háskólakennari, sem talar við vin sinn, hundinn
Riquet. Bergeret er spekingur að viti og hefur gaman af að tala, eins
og Anatole France; virðist Bergeret vera kominn að þeirri niðurstöðu,
að hundurinn Rikki muni skilja það, sem hann segir við hann, engu
síður en allmargir af þeim, sem á tveim fótum ganga, að minsta
kosti þegar speki hans leitar sér máls. Enn hefur höfundurinn aðra
ástæðu til að láta ræðu þeirri, sem á eftir fer, vera beint að hundi;
en ekki ætla ég að nefna hana, til að trufla ekki fyrir lesandanum þá
ánægju, sem hann mun hafa af því að finna hana sjálfur,
Til þess að skilja það sem á eftir fer verður að vita, að Riquet
hafði tekið illa á móti fátæklega búnum trésmið, sem kom til Bergerets.
sEinnig þú« — segir Bergeret —- »veslings litla svarta skepna, sem
ert svo veik, þrátt fyrir hvassar tennur þínar og víða gin — en með
því að vekja hugmyndir um afl gerir þetta veikleika þinn hlægilegan
og hugleysi þitt skemtilegt — einnig þú dýrkar mikilleika holdsins og
leggur rækt við trúarbrögð hins forna ójafnaðar. Einnig þú tignar
ranglætið, af virðingu fyrir þeirri mannfélagsskipun, sem tryggir þér
skotið þitt og grautardalfinn. Einnig þú mundir álíta réttan dóm, þó
rangur væri, fenginn fram með lygi og svikum. Einnig þú lætur yfir-
skinið blekkja þig. Einnig þú lætur ginnast af lygum. f’ú elst við
bábiljur. Þinn óljósi andi unir bezt myrkrinu. Þú ert á tálar dreginn
og þú lætur táldragast svo alveg afdráttarlaust. Einnig þú elur í bijósti
þér hatur á öðrum kynflokkum, grimdarfulla hleypidóma og fyrirlitning
á þeim, sem bágt eiga.«
Riquet leit til hans óendanlega saklausu augnaráði og Bergeret
hélt áfram ræðu sinni enn þá blíðlegar en áður:
— »Ég veit það; þú hefur til að bera óljós bijóstgæði, eins og
Kalíban. Þú ert fjálglyndur, þú hefur þína guðfræði og þínar siðferðis-
hugmyndir, þú þykist gera vel. Og svo veiztu ekki hvað þú gerir.
Þú gætir hússins, þú gætir þess einnig gegn þeim, sem verja það og
prýða. Þessi smiður, sem þú ætlaðir að reka burt, á til aðdáafilcgar
hugsanir, svo einfaldur sem hann er. Þú veittir ekki orðum hans
eftirtekt.
Loðnu eyrun þín heyra ekki þann, sem talar bezt, heldur hinn,