Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 52
212 Litla eyjan, landið mitt, leiftri göfgi um ennið þitt! Lyftu, lyftu höfði hátt, hef það upp í hvolfið blátt. Sambúð þín við kónga’ er köld. — kunnir bezt við eigin völd. — Fyr en aldar kemur kvöld kannske berðu sjálf þinn skjöld. II. FOGUR ERTU. Fögur ertu móðir mín er máninn skín, fanna- bjarta -blæjan þín sem brúðar-lín! Fögur ertu móðir mín og mjúkt þitt lín, silfur-gliti skygðu skín öll skikkjan þín. Hversu fríð þín ásýnd er, hver á því sér, að Ægir flötum fleygir sér að fótum þér. Frítt svo ertu, frónið mitt og fagur-litt, að himinn leggur höfuö þitt við hjarta sitt. Konung Ægir eyjan mín gaf armlög sín, klæddist hún því há og fín í hermilín. III. GOLAN MÍN. Golan, golan mjúka mín, mál að komast út til þín! ó, að hallast upp við þig! — æddu samt ei gegnum mig. — Kippa máttu’ og kasta mér, kasta mér í fang á þér. Þú ert svo mjúk að þú meiðir ekki, mjúkláta fitlið þitt vel ég þekki: snertir fyrst svo lítið, létt, legst svo að mér fast og þétt. Oft ég í fanginu’ á vorblænum var, veit nokkuð gjörr hvernig hagar til þar. IV. LF.YSING. Hvein í tindum vein í vindum vetrar-tröllið stóð á fjöllum, meina-kindin læsti lindum, læsti öllum vatna-föllum.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.