Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 60

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 60
220 þjóðræðismönnum, ritstjóri Skúli Thoroddsen, lagði og Jótlands- ferðina undir höfuð og sat kyr í Kaupmannahöfn og ræddi þar við nokkra danska blaðamenn og fleiri. Kom þá í ljós, að hann »gat ekki þagað«, eins og sumir stjórnarmenn komust að orði, því hann reit þá snjalla gréin í »Politiken« um kröfur íslendinga. Var að henni gerður hinn bezti rómur, sem sýndi, að ekki er það neitt óráð að reyna að skýra málið fyrir Dönum. I’á stefndi og þriggja manna nefnd úr minnihlutaliðinu foringjum flestra hinna dönsku flokka, hverjum í sínu lagi, á fund með sér, og ræddu við þá um kröfur íslendinga. Urðu undirtektir þeirra hinar beztu og hétu þeir liðsinni sínu. Var að lokum svo komið, að sú nefnd átti ekki aðra eftir en foringja stjórnarliðsins danska (»umbóta- flokksins« svokallaða), en þeir kynokuðu sér við að ræða málið við minnihlutamenn eina sér og vildu annaðhvort að allir þing- menn eða fulltrúar allra þingflokkanna íslenzku tækju þátt í sam- talinu. Sneri þá dr. Valtýr (sem mest hafði beizt fyrir að koma mönnum saman til viðtals) sér til héraðslæknis Guðmundar Björns- sonar og bað hann að styðja að því sín megin, að stofnað yrði til almenns fundar meðal þingmanna og ríkisþingsmanna og hét hann góðu um. Gengust og nokkrir danskir þingmenn fyrir hinu sama sín megin, enda varð það og úr, að sá fundur var haldinn í ríkisþinghúsi Dana 29. júlí. Voru þar staddir álíka margir ríkis- þingsmenn og alþingismenn og tveir hinna dönsku ráðherra, for- sætisráðherrann Christensen og dómsmálaráðherrann Alberti. Peir töluðu báðir fleirum sinnum. Par var og ráðherra vor, en hann lét lítið á sér bera, því hann sagði ekki eitt einasta orð. Af hendi alþingis töluðu þrír framsögumenn, er til þess höfðu verið nefndir, hver af sínum flokki, en auk þess þrír aðrir þingmenn síðar meir. Pess var óskað, að ekki væri skýrt frá þeim umræðum í blöðum, sem þar fóru fram, og skal því ekki nánar að þeim vikið. Pess eins skal getið, sem kalla má mikil og óvænt gleðitíðindi, að öllum þingmönnum tókst þar að verða nálega sammála um kröfur vorar gegn Dönum. Munurinn var að minsta kosti svo lítill (lá mest í orðalagi), að Danir urðu hans ekki varir, og virtist alt alþingi standa sem einn maður — jafnvel í undirskriftarmálinu hvað þá heldur öðru. Petta varð með því móti, að allir ræðu- menn stiltu svo orðum, að kröfurnar kæmu aðeins fram í stórum dráttum, meginatriðin ein, en á afleiðingaatriði og fullkomin sér- málaatriði var ekki minst.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.