Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 61

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 61
221 Að því leyti sem alþingi þannig tókst á þessum fundi að koma fram sem einn maður með kröfur sínar gegn Dönum, mega íslendingar vera stoltir af framkomu fulltrúa sinna. Pví eftir því sem út leit áður en að heiman var haldið, virtist ekki mikil von um, að svo vel mundi takast. En minnihlutinn sýndi hér þá af- neitun, að takmarka sig við ákveðin meginatriði og stjórnarliðið sýndi þá afneitun að yfirgefa fyrri afstöðu sína og fylgja minni- hlutanum að málum í öllum kröfum hans. Eiga hvorirtveggju miklar þakkir skildar fyrir framkomu sína, og er óþarfi að rekja, hvað stjórnarliðinu hafi til gengið að snúa svo skjótlega við blað- inu. Hvað annað en skyldurækni við þjóð sína og nývöknuð til- finning fyrir sannleiksgildi því, er kröfur og stefna minnihlutans hefði við að styðjast ? Einmitt þetta, að alþingi fylkti sér einróma um hinar fram- settu kröfur, hafði mikil áhrif á Dani og kom það þegar ljóslega fram í svörum þeirra á fundinum. Sama hefir og skýrt komið fram í blöðum Dana eftir að þingmenn voru farnir. far hefir hver greinin rekið aðra um kröfur íslendinga, og ber allar að einum brunni, að sjálfsagt sé að uppfylla þær. Pær séu ekki nema sanngjarnar. Reyndar hafa hin eiginlegu stjórnarblöð fremur lítið látið til sín heyra, svo að oss sé kunnugt, en svo má heita, að blöð allra annarra flokka hafi nú þegar tjáð sig hlynt kröfunum, og er þá meirihluti hinnar dönsku þjóðar og fulltrúa hennar á bandi íslendinga. Sigurinn er því vís, ef íslendingar nú kunna að smíða meðan járnið er heitt, og geta — eins og á ríkisþingshúss- fundinum — látið innbyrðis flokkadeilur lúta í lægra haldi fyrir heill landsins og sjálfstæði. Með því vér þykjumst þess vissir, að lesendur Eimr. fýsi að sjá afstöðu danskra blaða til málsins, skulum vér nú tilfæra um- mæli nokkurra hinna helztu meðal þeirra. »POLITIKEN« (aðalblað hinna óháðu vinstrimanna) flytur 31. júlí alllanga grein um heimsókn þingmanna og hljóðar niður- lag hennar svo: »Alt virtist benda á, að pólitisk menning sé á háu stigi hjá ís- lendingum. Þeir vita hvað þeir vilja, bæði að því, er kemur til stjóm- málanna og til fjármála þeirra og atvinnumála. Stjórnmálakröfur sínar hafa þeir sett fram skýrt og skorinort, sem vér síðar skulum minnast á; og þeir hafa krafizt, að þær yrðu rannsakaðar og metnar af milliþinga- nefnd, er skipuð sé fulttrúum allra flokka bæði á alþingi og á ríkisþinginu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.