Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 62

Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 62
222 Ef Friðrik konungur VIII. kemur til íslands næsta sumar, munu hinir fijálsu borgarar og bændur íslands taka sæmilega á móti honum. En sjálfsagt verður mikill munur á því, hve hjartanlegar viðtökurnar verða, eftir því hvort hann kemur færandi hendi með nefndarskipunina eða ekki*. 4. ágúst flytur »Politiken« enn aðra grein með fyrirsögninni: j>Kröfur íslendinga« og hljóðar hún þannig: »Það vill svo vel til, að óskir Dana og íslendinga að miklu leyti fallast í faðma. íslendingar heimta fyrst og fremst, að það verði gert skýrt og vafalaust, hver stjórnarleg staða þeirra í ríkinu er. Hins sama hlýtur hver danskur maður að óska. Við þann hálfleik er alls ekki unandi, sem nú á sér stað, þar sem enginn getur sagt með neinni vissu, hvort ráðherra íslands er meðlimur hins danska ríkisráðs eða ekki, því herra Hafstein tekur sér, sem kunnugt er, ekki sæti á ráðherrabekknum, þegar hann kemur á ríkisþingið, heldur í sendiherrastúkunni. I’essi hálfleikur hlýtur að verða óþijótandi uppspretta að tortrygni milli Dana og íslendinga. Því næst krefjast íslendingar þess, að hinn nýi laga- grundvöllur undir stjórnarlegri stöðu íslands í ríkinu verði ekki einungis samþyktur af ríkisþinginu danska, heldur líka af alþingi íslendinga. Unz þessari kröfu er fullnægt, geta íslendingar ekki þózt öruggir um réttarsamband sitt við Dani; því þeir munu jafnan bera kvíðboga fyrir því, að löggjafarvald Dana kunni að gera breyting á eða jafnvel kippa fótum undan þeirri réttarstöðu, sem það með eindæmis ályktun sinni hefir veitt íslendingum. Sérhver danskur maður hlýtur að óska, að allri ástæðu fyrir slíkum kvlðboga sé hrundið, og að grundvöllurinn undir réttarsambandi landanna sé gerður tryggur. í nánu sambandi við þetta stendur undirskriftarmálið; en fram úr því verður auðvelt að ráða, þegar menn eru búnir að koma sér saman um þau veruleika-atriði, sem undirskriftin aðeins er formlegt eða ytra tákn fyrir. Hin fornu skuldaskifti milli íslands og Danmerkur, sem eru þannig til komin, að danska ríkið sló, þegar siðabótin komst á, eign sinni á klaustureignirnar íslenzku, hafa að nokkru leyti verið útkljáð þannig, að miklum hluta af þessum eignum hefir verið skilað aftur til lands- sjóðsins íslenzka; en nokkuð af þeim var selt meðan Danmörk hafði umráð þeirra og af íslands hálfu voru gerðar kröfur um skaðabætur fyrir tjón það, sem Danmörk hefði gert íslandi með einokunarverzlun- inni. I’etta hefir alt verið reiknað út og gert að stofnfé, sem þær 60,000 kr., sem Danmörk árlega greiðir íslandi, eru vextir af, en sem af mörgum er skoðað sem tillag. Nú óska íslendingar, að þetta stofn- fé sé útborgað með óuppsegjanlegum ríkisskuldabréfum, svo að Ijóst verði að þessar 60,000 kr. eru vextir, en engin ölmusa. Þessari kröfu munu naumast margir Danir skorast undan að fullnægja, og um rétt- mæti kröfunnar vilja íslendingar láta milliþinganefnd dæma, eftir að málið hefir verið rannsakað. íslendingar heimta aðeins rannsókn á því, hvað þeim beri með réttu og hvernig staða þeirra í hinu danska ríki verði bezt trygð á stjórnskipulegan hátt. Fyrst eftir að slík rannsókn hefir verið gerð

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.