Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Page 63

Eimreiðin - 01.09.1906, Page 63
223 af milliþinganefnd, er skipuð sé mönnum úr öHum flokkum úr báðum löndunum, óska þeir, að hönd sé lögð á verkið. Með þessu móti má eyða hinni miklu og römmu beizkju íslend- inga gegn oss Dönum. í’að má alt gera með samningum og í bróð- erni. í’ess vegna ættu menn án alls tillits til flokka og án ónauðsynlegs dráttar að byrja á þessum samningum«. 5. ágúst flytur »Politiken« enn þriðju greinina með fyrirsögn- inni »íslenzka nefndin«, og hljóðar hún þannig: »Á fundi þeim, sem íslendingar héldu á »Botníu« á leiðinni hingað, komu þeir sér, án tillits til flokka, ekki aðeins saman um, hvernig þeir skyldu einskorða stjórnmálakröfur sfnar, heldur líka um að selja þær fram í Danmörku sem einróma kröfu af hálfu allra íslendinga. Peir urðu ásáttir um, að flokkadeilur þeirra innbyrðis, sem oft eru ærið harðar, skyldu látnar lúta í lægra haldi gagnvart framsetningunni á kröfum allra íslendinga gegn Dönum. Menn geta ekki annað en dást að því, hve fyllilega þeim tókst einmitt þetta síðastnefnda. Meðan þeir dvöldu hér í Danmörku létu þeir ekki í eitt einasta skifti brydda á neinum flokkadeilum sín á milli. Gagnvart oss Dönum voru þeir allir íslendingar og samtaka. f’etta varð til að gefa kröfum þeirra afl og skapa virðingu fyrir þeim. í’að ber líka vott um hátt menningarstig í pólitík. Islendingar vita ekki aðeins í stórum dráttum, hvers þeir vilja krefjast af Dönum, en þeir hafa líka gagnhugsað málið í öllum atriðum, alt niður að aðferðinni, sem beita eigi við að koma kröfunum fram. Þetta sýndi sig meðal annars í því, að þeir kröfðust ekki skipunar á milliþinganefnd svona rétt út í bláinn, heldur gátu fyrst og fremst skýrt kveðið á um, hvað hun ætti að fást við, og því næst var þeim algerlega ljóst, hvernig hún ætti að vera skipuð. í því efni eru sem sé sérstakir erfiðleikar. Ef íslendingar hefðu verið gersneyddir póUtiskri menning, mundu þeir hafa heimtað, að al- þingi og ríkisþing skyldu kjósa jafnmarga menn í nefndina. Ef þeir hefðu ekki náð meiri pólitiskum þroska, en — eins og hið núverandi stjórnarlið Dana — að láta tillitið til flokksins ganga fyrir öllu, mundu þeir ekki hafa hugsað sér annað gjörlegt, en að meirihlutinn á alþingi skipaði meirihluta hinna íslenzku sæta í nefndinni. En íslendingar, sem hafa glögt og vel þroskað pólitiskt auga, sáu einmitt þá dagana, sem þeir dvöldu hér, að danska ráðaneytið að nokkru leyti eyðilagði konungsúrskurðinn um nefndina, sem skipuð var til að fjalla um breyting á utanríkisráðaneytinu, með því að ráðaneytið einungis af tilliti til flokks síns skipaði öðrum eins mönnum og A. Nielsen og Jensen-Sonderup í þá nefnd, þótt þeir beri ekki frekara skyn á utan- ríkismálefni og atvinnumál bæja en kötturinn. Aðeins stjórnarliðið og bandamenn þess, hinir óháðu hægrimenn, fengu sæti í þessari nefnd. f’etta vakti þann geig hjá íslendingum, að þeir einmitt kröfðust þess, að allir danskir flokkar skyldu eiga fulltrúa í þeirri nefnd, sem þeir óska að fá skipaða; og til þess að það gæti orðið, tóku þeir í viðræðum við danska ríkisþingsmenn fram, að þeir væru fúsir á að láta

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.