Eimreiðin - 01.09.1906, Síða 64
224
ríkisþing Dana kjósa meira en helming nefndarmanna. Þeim sætum,
sem kæmu á íslendinga, mundu þeir skifta þannig með sér, að allir
fiokkar á alþingi hefðu fulltrúa í nefndinni.
Krafa þeirra er, að nefndin einmitt verði þannig skipuð, að hún
geti orðið eins og spegilmynd beggja þjóðanna, en ekki tveggja meira
eða minna aulalegra stjórnarflokka. Við rannsóknina, umræðurnar og
ályktanimar um samband íslendinga og Dana ætti hvorugum megin
nokkurt tillit til flokka að koma til greina«.
»0STSJÆLLANDS FOLKEBLAD* (óháð vinstriblað) flytur
3 greinar um málið (29. og 30. júlí og 3. ág.) og eru þær allar
mjög góðviljaðar í garð Islendinga. Úr þeim skulum vér til sýnis
tilfæra tvo kafla:
»Flokkarnir íslenzku standa mjög andvígir hvor öðmm, jafn and-
vígir og flokkarnir í Danmörku. Harðneskjan og bituryrðin, sem menn
kannast við úr sögunum, kemur enn fram í nútíðarlífinu pólitiska á ís-
landi. Menn hlífa ekki mótstöðumanni sínum, þó menn höggvi hann
ekki í herðar niður né brenni hann inni. En hve andvígir sem flokk-
amir íslenzku standa hvorir gegn öðmm, um eitt eru þeir þó sammála
í aðalatriðinu, þó ekki sé það í öllum einstökum atriðum — og það
er um sjálfstæði íslands.........«
»Vér skýrðum í miðvikudagsblaðinu frá »kröfum íslendinga«, að
því er snertir samband þeirra við Dani. Þessar kröfur voru í stuttu
máli sem hér segir:
Sambandi Danmerkur og íslands skal skipa með lögum, sem komi
fram sem frjáls samningur milli landanna — 1 stað þess að vera ályktun
gerð af danska ríkisvaldinu einu.
Sem merki þess, hvernig stjórnarlegu sambandi beggja landanna
er varið, skal íslandi tilskilið jafnrétti við Danmörku í titli konungs,
þannig að konungur einnig heiti »konungur íslands*.
Árstillag Dana til íslands (60,000 kr.) skal niður falla, en í þess
stað greiðir Danmörk landssjóði íslands í eitt skifti fyrir öll 1 þ'a miljón
kr. (íslendingar álíta þetta tillag úr ríkissjóði Dana alls ekki neina
gjöf, heldur þvert á móti sem skaðabætur, sem þeir eigi fullan rétt á,
af því Danmörk hafi fyr meir slegið eign sinni á íslenzkar kirkjueignir).
Ráðherrann íslenzki, en ekki forsætisráðherra Dana, skal framvegis
undirrita skipun eftirmanns síns.
Dómsvald hæstaréttar Dana sem æðsta dómstóls í íslenzkum málum
skal flutt til landsyfirréttarins íslenzka.
í’etta þýðir í fám orðum sagt: íslendingar vilja bæði í pólitisku,
fjárhagslegu og réttarfarslegu tilliti vera lausir við forráð Dana og að-
eins hafa konunginn og utanríkissjórnina sameiginlega við oss. Um
þessar kröfur virðast hinir íslenzku stjórnmálamenn að vera sammáia....
Hvernig munu menn nú hér í Danmörku snúast við þessum kröfum
íslendinga? í fyrsta bragði munu þær líklega ofbjóða einstöku dönskum
afturhaldsmönnum, sem líta með augum liðinna tíma á samband land-
anna. En kunnum vér rétt að sjá, mun meirihluti danskra borgara við