Eimreiðin - 01.09.1906, Side 65
225
nánari íhugun geta samþykt þessar kröfur í öllum aðalatriðum. Vér
fáum að minsta kosti ekki séð, hvað ætti að aftra þeim frá að gera
það. Og það verður líka nokkur tími til að glöggva sig á málinu.
Jafn víðtækar kröfur ná auðvitað ekki fram að ganga á hálfum mánuði.
það verður að prófa þær í öllum einstökum atriðum, einnig sökum af-
stöðu Danmerkur — t. d. til konungdómsins. En þær bregða upp réttu
marki. Og leiðin að þessu marki virðist hvorki geta orðið löng eða
þröng. f>ví fyr sem menn leggja út á hana, því meiri von er um að
það takist, að ná markinu í sátt og samlyndi og von um sameiginlega
framtíð fyrir bæði löndin«.
»SOCIAL-DEMOKRATEN« (aðalblað jafnaðarmanna, méð
rúmlega 52,000 kaupendur) flytur 3 ágætar greinar um stjórnar-
málið (2., 3. og 4. ág.), þar sem skýrt er frá núverandi stjórnar-
fari íslands, göllum þess og hvernig það sé undir komið. Pví
miður verðum vér rúmsins vegna að láta oss nægja að tilfæra
niðurlag annarrar greinarinnar. Pað hljóðar svo:
»Hinar pólitisku kröfur íslendinga má í stuttu máli draga saman
sem hér segir:
1. Þeir krefjast endurskoðunar á stöðulögunum (2.jan. 1871), þannig
að réttarstaða íslands gagnvart Danmörku sé nánar ákveðin og á
annan veg en nú, einkum með því, að hin sameiginlegu mál beggja
landanna séu tiltekin og nefnd í lögunum, en öll önnur mál séu
skoðuð sem sérmál íslands og heyri sem slík undir löggjafarvald
alþingis.
2. í’eir heimta sjálfstætt ráðaneyti með ábyrgð fyrir alþingi, með t. d.
3 ráðgjöfum, er sé skipað af konungi með undirskrift forseta hins
íslenzka ráðaneytis, en ekki forsætisráðherra Dana. Ef svo vill
verkast heimta þeir, að fulltrúi fyrir framkvæmdarvaldið (landstjóri)
sé skipaður á íslandi.
3. Þeir krefjast að fá fullan atkvæðisrétt við setning þessa nýja skipu-
lags, og álíta því að skipa beri nefnd manna af Dönum og ís-
lendingum til að undirbúa þau lagafyrirmæli, sem þessi nýja skipun
krefur.
4. Þeir krefjast, að þeim 60,000 kr., sem árlega eru tilfærðar í
fjárlögum Dana sem »tillag til íslands*, sé snúið í stofnfé og öll
upphæðin útborguð landssjóði íslands, ef svo vill verkast með
óuppsegjanlegum ríkisskuldabréfum.
Hér við bætist, að því er minniblutann snertir, að menn heimta
að hið núverandi alþingi sé rofið og stofnað til nýrra kosninga sam-
kvæmt hinum nýju og frjálslegri kosningalögum.
Jafnaðarmannaflokkurinn hér í Danmörku styður að sjálfsögðu
þessar kröfur, sem allar miða að því, að ná meira pólitisku frelsi og
meiru pólitisku sjálfstæði. Góð sambúð Dana og íslendinga getur að-
eins komist á í skjóli pólitisks frelsis og pólitisks sjálfstæðis. Og hins
vegar getur ísland því að eins komið upp og eflt hinar miklu atvinnu-
15