Eimreiðin - 01.09.1906, Page 69
229
greinar um mál vor og benda þær yfirleitt á, að það sé nú almennur
vilji meðal Dana, að gera íslendinga ánægða. Pað eru því sem
stendur beztu horfur á, að oss takist að fá kröfum vorum fram-
gengt, ef ekki skortir samtök og eindrægtii vor á meðal. Og að
því er þessi mál snertir er vonandi að allir sannir ættjarðarvinir
leggist á eitt, án tillits til flokka eða nokkurs annars, sem á milli
ber. Dm innanlandsmálin getum vér barist eftir sem áður,
og um þau á baráttan ekki niður að falla. En út á við eigum
við að standa allir í þéttri fylkingu og láta hvérgi riðlast. Látum
okkur nú sýna, að ísland á sonu, sem meta sjálfstæði þess og
frelsi framar öllu öðru. Til þess var góð byrjun gerð á þinghúss-
fundinum í Kaupmannahöfn 29. júlí. Látum framhaldið verða að
sama skapi — ekki einungis meðal þingmanna, heldur hjá allri
íslenzku þjóðinni.
fá er óhætt að spá því, að nýr dagur rennur upp fyrir Island
— nýr sólskinsdagur!
V. G.
Ritsj á.
ÚR DULARHEIMUM. Fimm æfintýri. Ritað hefir ósjálfrátt
Gubmundur Jónsson. Rvík 1906.
Engum, sem vit hefir á og ekki hefir ofstækisvagl á auga, mun
blandast hugur um það, að æfintýri þessi séu fögur, bæði að efni og
búningi. Þau hníga að vísu öll að einu efni og einni stefnu, en með-
ferðin er svo skáldleg, einkum í tveim hinum síðustu, að þau mega
gersemi kallast. Þeir, sem þau eru eignuð, þyrftu því alls ekki að fyrir-
verða sig fyrir þau. Þeir eru fullsæmdir af þeim. En hvort æfintýri
þessi eiga nokkuð skylt við þau nöfn, sem sett eru í samband við þau,
álítum vér óþarft að ræða. Vér teljum að sjálfsögðu þann höfund
þeirra, er komið hefir þeim á pappírinn, hvort sem hann hefir ritað
eftir annarra innblæstri eða eigin hugsun einni. En jafnframt getum
vér þó ekki bundist að geta þess, að það megi undur heita, að 17 ára
unglingur í 2. bekk lærða skólans skuli geta ritað af svo mikilli snild.
Því sannast að segja hefðum vér fyrirfram ekki getað trúað neinum
núlifandi íslendingi til þess, nema Einari Hjörleifssyni einum. Með þessu
viljum vér þó engan veginn gefa í skyn, að hann eigi nokkurn þátt í
þeim, enda væri slíkt óhæfa, þar sem fyrir liggja vottorð um hið gagn-
stæða frá mönnum, sem engum kemur til hugar að rengja. En hitt
virðist oss ljóst, að sá, er æfintýrin hefir ritað, hafi rækilega kynt sér
stílsmáta E. H.s og verið hrifinn af honum, því í æfintýrunum þregður