Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 75

Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 75
235 C. KÚCHLER: UNTER DER MITTERNACHTSONNE durch die Vulkan- und Gletscherwelt Islands. Með myndum og korti. Leipzig 1906. Höfundurinn var sendur til íslands 1905 af K. Baedeker, til at rita um það í bók þá, sem getið er hér á undan. Ferðaðist hann um Suðurland og tók margar ljósmyndir sjálfur, sumar ágætar. Hann fór í Surtshelli og komust þeir Indriði Einars- son þar í lífshættu, en um kvöldið tók Jón Sigurðsson á Haukagili á móti honum sem íslandsvini, er hann þekti af blöðunum, og spurði: »Er það satt? Er það hann sjálfur?« Sömuleiðis flutti Magnús nokkur Gíslason honum kvæði á hverjum morgni í Reykjavík, sem hann orti daginn áður, nýtt kvæði á hverjum degi, til »íslandsvin- arins«. Það'er því óhætt að fullyrða, að Kúchler hefir verið tekið tveim höndum, eins og hann átti líka skilið, svo hlýlega sem hnnn ritar um ísland og íslendinga. Höfundur segir skemtilega frá öllu og með einstakri velvild og réttsýni. Að ráð- gjafinn beri að eins ábyrgð fyrir konungi, er þó ekki rétt. Hann ber ábyrgð fyrir alþingi. Annars er skilmerkilega sagt frá, eins og búast mátti við af manni, sem hefur fengist svo lengi við bókmentir íslands. Hann endar bókina með hjartnæmu kvæði á íslenzku til íslands eftir sjálfan sig. í tímaritið »Globus«, 8. febr. 1906 hefur sami höf. ritað um ferð sína upp á Heklu, með myndum eftir sjálfan hann og í »Deutsche Welt«, 1906, um sama efni. y. St. LAPPAR Á ÍSLANDI. í tímaritinu »Zur guten Stunde« (okt. 1905) er grein um ísland með tveim myndum þaðan. Er önnur þeirra af Löppum, sem eru að mjólka hreindýr, og hin af laugunum við Reykjavík. Vel hefir sá ferðalangurinn kynt sér landið, sem heldur að þar búi Lappar með hreindýr. y. Sl . STURLUNGA SAGA. Efter Membranen Króksfjarðarbók, udfyldt efter Reykjar- fjarðarbók, udgivet af det kongelige Oldskriftselskab. I. Khöfn 1906. Fyrra bindið af Sturlungutexta dr. Kálunds birtist nú loks á prenti, 576 blað- síður. Hefur hann áður ritað vandlega um handritin í »Aarböger for nordisk Öld- kyndighed«. Leggur hann til grundvallar Króksfjarðarbók (AM. i22a fol.), skinn- bók frá c. 1350, sem nú vantar í, eíi fyllir í eyðurnar úr brotum af Reykjarfjarðar- bók (AM. 122, b fol.) frá c. 1400, og prentar hann alt úr henni með smærra letri. Um vísurnar hefur próf. Finnur Jónsson fjallað. Kálund segir Sturlungutexta Guðbrands Vigfússonar, Oxford 1878, vera verri en texta gömlu Kaupmannahafnarútgáfunnar. Guðbrandur felli úr, og breyti hand- ritinu stundum, þegjandi, og án þess að segja frá því. Hann treysti minni sínu, enda eru varla dæmi þess, að nokkur maður hafi verið svo minnisgóður nema P. A. Munch, sem gat vitnað í hverja íslenzka sögu orðrétt eftir minni. y. St. JÓN SVENSSON; ISLANDSBLOMSTER, og LEVENDE BEGRAVET I—II í »Varden« (apr. og maí). Khöfn 1906. Séra Jón Sveinsson hefur ritað laglega sögu úr barnæsku sinni heima, í tíma- ritið »Varden«, um smala, sem varð úti í kafaldsbyl, og kind, sem fenti í gjótu og fanst með lífi eftir mánuð. Ætlar hann að rita fleiri sögur frá íslandi til að lýsa lífernisháttum heima. Fyrri hluti bókarinnar »Islandsblomster« er um sögurnar og yfirleitt um bókmentir vorar, og hefur komið út í »Varden«, en er hér nokkuð auk- inn. Telur hann upp margt af því, sem sagt hefur verið sögunum til lofs í ýmsum löndum, og bendir á, að þær muni flestar eða allar vera ritaðar í klaustrum, eða af prestum og klerkum. Holger Drachmann ritaði grein um J. C. Poestion í »Neue Freie Presse« 27. nóv. 1904, og segir þar, að Ibsen, Björnson, hann sjálfur, Strind-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.