Eimreiðin - 01.09.1906, Qupperneq 76
236
berg, Garborg og Heidenstam hafl drukkið sögurnar í sig eins og móðurmjólk úr
brjóstum Fjallkonunnar. Sérajón segist hafa fengið þakkarbréf frá merkum mönnum
á í^ýzkalandi og í Danmörku fyrir greinar sínar, og bón um framhald.
Seinni hluti bókarinnar er þýðing á Gunnlögs sögu Ormstungu. J. St.
KAARLE KROHN: FINNISCHE BEITRÁGE ZUR GERMANISCEN MYTHO-
LOGIE. Sérpr. úr »Finnisch-Ugrische Forschungen« 1904 og 1905. Helsingfors 1906.
Höfundur ber saman Kalevala og Eddu, goðasögur úr þeim. í fyrri ritgjörðinni
sýnir hann, að Sampa Pellervoinen í Kalevala er í mörgu líkur Nirði, en þó mest
Frey, enda var Freyr blótguð Svía og Finnar áttu þar ekki langan veg að sækja.
í síðari ritgjörðinni sýnir hann, hversu nauða líkar sagan um dauða Lemminkáinens
og sagan um dauða Baldurs eru. Blindur maður skýtur ör að báðum, svardagar
eru teknir til þess að eira skuli báðum allir hlutir, dauðir og og lifandi o. s. frv.
Ætlar hann að hvortveggja sagan sé runnin af kriátnum rótum. J. St.
HORTENSE PANUM: DE FOLKELIGE STRÆNGEIISSTRUMENTER I
NORDENS MIDDELALDER. Sérpr. úr »Aarsberetningen for 1905 fra Foreningen
til norske Fortidsmindesmærkers Bevaring«.
Þetta er eigulegt hefti með mörgum myndum. Gígjur og fiðlur koma fyrir í
sögunum, og fiðlur eru hafðar við vikivaka. Jón Ólafsson segir í orðabók sinni, að
hann hafi séð bumbu og simfón á íslandi. Langspilið íslenzka er kallað »Langeleik«
í Noregi, en »nyckelharpa« í Svíaríki. Rekur höfundur sögu þessara hljóðfæra eins
langt aftur í miðaldir og hún kemst, og sýnir myndir af þeim jafnvel frá tólftu öld.
Mikill fróðleikur er falinn í bók þessari. J. St.
C. E. FLENSBORG: ISLANDS SKOVSAG 1905. í hinni nýju skýrslu sinni
segir herra Flensborg, að hátt upp í 7000 kr. hafi verið varið 1905 til að girða um
Hallormsstaðaskóg. Stjórnin hefir nú keypt Hallormsstaði með skóginum og hjá-
leigum, Hálsskóg í Fnjóskadal og Vaglir. trír íslendingar eru nú að læra skóg-
rækt og er einn þeirra settur til að gæta Hallormsstaðaskógs. Cembra-fura þrífst
betur á íslandi en á Jótlandi. Hallormsstaðaskógur er míla á lengd og 2000—3000
álnir á breidd; hlífir Lagarfljót að vestan, en bratt fjall að austan, svo ekki þurfti
að girða nema að norðan- og sunnanverðu. Spítalinn á Brekku hafði keypt 100 hesta
af kjarrskógi á i1/^—2 kr. hvern sumarið 1905. Klyfberar úr Hallormsstaðaskógi
hafa selst á krónu hver, og raftar í þök á útihús fást í honum. í Hálsskógi hafa
11—12 feta há tré orðið 18—20 fet á hæð á 3 árum, að meðaltali. Herra Flens-
borg hættir í ár að sjá um skógrækt á íslandi, og leggur hann til, að alþing skipi
skógræktarfræðing til að sjá um skógrækt á landinu. Þingmenn munu, eftir Jót-
landsförina, vera honum og prófessor Prytz samdóma um, að »með skógum skal
land byggja«. J. St.
UM ÍSLAND, SÖGU ÍÆSS OG ÍBÚA (»Iceland: its History and Inhabitants«)
hefir dr. Jón Stefánsson haldið tvo fróðlega fyrirlestra í hinu þjóðkunna heim-
spekisfélagi »Victoria Institute« í Lundúnum, og eru þeir prentaðir í árbók félagsins,
ásamt' umræðum, sem út af þeim spunnust. V. G.
Leiðrétting. Þessar prentvillur (eða ritvillur) eru menn beðnir að leiðrétta í
ritgerðinni »Vilhjálmur Tell og land hans« í Eimr. XII, 2: bls. 134^: járnbrautar-
innar les : járnbrautarhallarinnar; 134,: hægri 1. vinstri; 13611: norðan 1. neðan; I4016;
landsskaganum 1. landskugganum; 1413: þingsalurinn 1. þingstaðurinn.