Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 60
140 sem mengast hafa af þeim, þegar hægt er að koma því við, en að öðrum kosti nota sótthreinsunarmeðul. Eins og gefur að skilja, er það ekki hættulaust að fara með bakteríuglösin — þessa jurtapotta, sem þær vaxa í; enda hefir oft viljað til, að menn hafa sýkst við að glösin brotnuðu og bakteríurnar komust út. Þetta hefir t. d. oft hent þá lækna, sem hafa rannsakað taugaveikisbakteríuna. — Fyrir nokkrum árum vildi þessháttar slys til með pestarbakteríuna; það var á spítala í Vínarborg. Vinnumaður, sem var að þrifa til inni í rannsóknarstofunni, braut glas með pestar- bakteríum, sem læknir einn hafði flutt með sér austan úr Asíu. Hann sýktist eftir nokkra daga af pest eða svarta-dauða, og dó af, en sýkti áður bæði lækninn og hjúkrunarkonu þá, sem stundaði hann, og dóu bæði. Það heppnaðist sem betur fór að koma svo öflugum sóttvörn- um við, að veikin breiddist ekki frekara út. Til þess að rannsaka hve bakteríurnar eru saknæmar og lífskæð- ar, og til að sjá hvaða sjúkdómi hver tegund þeirra veldur, eru notuð ýms tilraunadýr, svo sem apar, kanínur, hundar og kettir, en einkum þó rottur og mýs og lítil nagdýr, sem kallast marsvín. Bakteríunum er ýmist spýtt inn í blóð þessara dýra, eða þær eru settar í opin sár eða inn í augu eða kviðarhol þeirra, og sýkjast þá dýrin, ef bakterían er saknæm, með þeim sjúkdómseinkennum, sem eru eiginleg hverri tegund. Eins og allir vita, eru sjúkdómar manna og dýra misjafnir, og oft er ómögulegt að koma ýmsum mannasjúk- dómum á dýrin; og þó það sé unt, verður sjúkdómurinn allur annar hjá dýrunum. það er af þessu, að ýmsir læknar hafa af vísindalegri forvitni og fróðleiksfýsn notað sjálfa sig sem tilraunadýr, og sumir hafa látið við það lífið. Stundum hafa dauðadæmdir óbótamenn fengist til — fyrir borgun auðvitað — að láta nota sig í sama skyni, og margt fróðlegt komið í ljós við það. Fyrir nokkru síðan fengu Amerískir læknar spænska hermenn til þess, að gangast undir tilraunir með sótt- kveikju gula febersins. Veiki þessi er ákaflega hættuleg, enda dóu margir hermennirnir. Þeir tókust þetta á hendur fyrir eitthvað 500 krónur hver þeirra. Hermenn þessir gengust undir þessar tilraunir með sama hug og þeir færu út í tvísýnan bardaga; í báðum tilfellum var um lífið að tefla. Með þessum tilraunum komu í ljós mikilvæg sannindi, sem verða ótal mönnum til góðs, því þeim er það að þakka að nú vitum vér ráð til að koma í veg fyrir útbreiðslu gula febersins. Það er ekki hægt að neita því, að æskilegast væri fyrir framfarir bakteríufræðinnar, að hægt væri að nota menn til ýmsra bakteríutil- rauna Eins og þér nú hafið heyrt, hafa spænskir hermenn orðið með- al hinna fyrstu til að hætta lífi sínu i því skyni; en það er enginn vafi á því, að margir munu fúsir til að feta í þeirra fótspor, og það verð- ur ef til vill innan skamms tima álitið jafn heiðarlegt, að ganga á mála í herþjónustu vísindanna, sem berjast góðri baráttu gegn verstu óvinum mannkynsins — sjúkdómunum, — eins og að fylkja sér undir merki og hætta lífi sínu í þeim tilgangi, að drepa sem flesta saklausa menn, Ijandanum til athlægis — fyrir föðurlandið — sem kallað er. Tæringar- eða berklaveikisbakterían er i laginu eins og mjótt prik, stundum dálítið bogið, og sér maður ýmist eina og eina á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.