Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 64
144 Eins og þér hafið heyrt, getum vér nú geymt í ofurlitlu glasi með tappa í ótal tæringarbakteríur, sem gætu valdið dauða mýmargra, ef vér sleptum þeim lausum. Vér getum geymt þær árum saman og þær verða engum að meini meðan þær eru í glasinu. Þetta minnir dálítið á þjóðsöguna af Sæmundi fróða, þegar hann kom Kölska í sauðarlegginn og söng yfir honum á altarinu Aldrei hefir baráttunni gegn berklaveikinni miðað jafnmikið fram og síðan bakterían fanst og menn fóru að geta athugað hana nánar. Og vonandi tekst það þá og þegar, að finna óbrigðul ráð til að stemma stigu fyrir vexti tæringarbakteríunnar í líkamanum, og þannið koma í veg fyrir eða lækna berklaveikina. Prófessor Koch þóttist fyrir nokkrum árum síðan hafa fundið ó- brigðult meðal gegn berklaveiki, Það reyndist fánýtt, sem miður fór. Hann hefir reynt að endurbæta það, og upp á síðkastið hafa menn farið að reyna það á ný og sumum gefist það vel. Prófessor Behring, sá er fann blóðvatnið (serurn) gegn barnaveikinni og fékk fyrir það Nóbels-verðlaunin hefir nýlega lofað heiminum, að innan skamms muni hann geta læknað berklaveikina með nýju lyfi, sem hann kallar túlase. Vér skulum vona, að honum megi takast það. Bakteríufræðin er svo ung enn þá — ekki nema fimtug — barn að aldri — einhver yngsta systir allra vísinda, og þó hefir hún á sínum bernskuárum gert mannkyninu ómetanlegt gagn. í’egar hún er orðin þúsund ára gömul — og það er enginn ald- ur fyrir vísindagrein. — Þá býst ég við að hún verði orðin almáttug, — almáttug til að bæla niður alla bakteríusjúkdóma. — Meðan menn héldu, að sjúkdómarnir væru öndum að kenna, var reynt með fórnum, særingum og ofsafengnum bænagjörðum að reka út andana. Bakteríurnar gangast ekki fyrir neinum þesskonar látum. Reynslan hefir sýnt, að það er einungis hið rólega, stilta mannvit — bezta guðs gáfa, sem vér þekkjum, — sem með sífeldu, iðnu og ein- beittu starfi, mann fram af manni, og kynslóð eftir kynslóð, kemst til þekkingar á sannleikanum og finnur meðal annars orsakir sjúkdóm- anna og ráðin til að yfirstíga þá. Steingrímur Matthíasson. Rit sj á. EINAR HJÖRLEIFSSON, SMÆLINGJAR. Fimm sögur. Winni- peg, 1908 (Ó, S. Thorgeirsson.) Eg dáist að nafninu á þessari bók. í’að á ekki einungis vel við innihald hennar, heldur gæti líka staðið yfir mestöllu því, sem bezt er og einkennilegast í skáldskap Einars Hjörleifssonar. Verði úrval úr l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.