Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 17
97
Hár aldur.
Eftir því sem hagfræðingum segist frá, er það ekki eins sjaldgæft
og margur ætlar, að menn verði hundrað ára og langt yfir það.
Efstur á blaði þeirra, er verulegar sögur fara af, mun vera stofn-
andi biskupstólsins í Glasgow, St. Mungo; hann varð 183 ára gamall.
Og hérumbil jafngamall honum varð Englendingurinn Pétur Zoray eða
þó dálítið eldri. Hann var fæddur 1539 og dó 1724. Enskur bóndi,
Thomas Parre, varð 152 ára og átti son, sem varð 127 ára. Hann varð
þjóðkunnur fyrir það, að hinn frægi skurðlæknir Harvey skar upp lík
hans og ritaði stóra bók um hann. I’egar Thomas var 101 árs, var
hann tekinn fastur fyrir skírlífisbrot, og þegar hann var 120 ára, kvænt-
ist hann ekkju, sem fullyrti, að sér dytti aldrei í hug, að hún ætti
gamlan mann.
H. Jenkins, sem dó 1670 í Yorkshire, varð 169 ára. Skömmu
áður en hann dó var hann kallaður fyrir rétt til að bera vitni um
atburð, sem orðið hafði fyrir 140 árum, og reyndist þá minni hans
með afburðum.
Skurðlæknirinn Politman í Lothringen varð 140 ára; hann átti þá
unga konu, sem þjáðist af krabbameini, og það mein skar hann upp
daginn áður en hann dó. Um hann gengur sú saga, að hann hafi
verið fullur á hverju kveldi frá því hann var á 25. árinu. Hann átti
í þvl efni sammerkt við danskan mann, sem hét Drakenberg og varð
146 ára.
Við hann sagði Friðrik konungur fjórði: »þér hljótið að hafa
verið stakur reglumaður um æfina!«
»Já, yðar hátign,« svaraði Drakenberg, »ég hefi aldrei farið ófullur
í rúmið síðustu 100 árin.«
Jafnmikill óreglumaður var skurðlæknirinn Espagao 1 Garonne, og
hefir það máske átt sinn þátt í því, að hann varð ekki nema 112 ára.
Aftur varð Eh'sabeth Durieux 140 ára, þó hún drykki 40 bolla af
kaffi á hverjum degi.
Dvergurinn Elísabeth Walson, J sem var ekki nema 70 cm. (U/s
al.) á|hæð, varð 150 ára, og risinn Jakob Donald, ’sem var 21/* m.
(nálega 4 álnir), varð 120 ára. V. G.
Piparsveinsskattur.
í ríkinu 'Maine, nyrzta fylki Bandaríkjanna á austurströndinni,
kvað hafa verið samþykt að leggja skatt á piparsveina. Hver karl-
maður, sem ekki er kominn í heilagt hjónaband áður en hann er
orðinn þrítugur, verður aö greiða 36 kr. í skatt á ári. Skattfénu á
að verja til að styrkja ógiftar stúlkur, sem eru orðnar fertugar eða
eldri og enginn hefir orðið til að biðja. Þó má veita þeim pipar-
sveinum undanþágu frá skattinum, sem geta sannað, að þeir hafi gert
sæmilegar tilraunir til að ná sér i konu, með því að biðja sér stúlku
að minsta kosti þrisvar sinnum — annaðhvort sinnar í hvert sinn eða
sömu stúlkunnar hvað eftir annað.
En ætli margir vilji ekki vinna til að greiða heldur skattinn, held-