Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 32
I 12
fær um 2,000 miljónir króna í ársvexti af fé, sem það hefir lagt í
lendur sínar út um hnöttinn. England geymir lyklana að flestum
stórhöfum (Gibraltar, Malta, Suez (Egiptaland), Aden, Perim, Singa-
pore o. s. frv.), og 45 flotastöðvar með kolabirgðum hingað og
þangað á hnettinum. Herskip og gufuskip annarra þjóða eru því
komin upp á stöðvar Englendinga, þegar þau fara langt, kolalaus
að öðrum kosti.
Pað er engin skömm að því fyrir England, að það er ekki
eins langt á undan Pýzkalandi og það var fyrir einum mannsaldri.
Pjóðverjar hafa gengið í skóla hjá og lært af Englendingum. Vil-
hjálmur keisari, sem er enskur í aðra ætt, sagði í ræðu í Ham-
borg fyrir 10 árum: »Framtíð Pýzkalands er á hafinu«. Pessi
orð voru letruð yfir inngang þýzku deildarinnar á heimssýningunni
í París. Pjóðverjar þykjast sjá ellimörk á Englandi og búa sig í
óða önn undir að taka við heimsveldinu af þeim.
Kringum þessa tvo jötna, sem eru að hervæðast til að keppa
um völdin, hnappast og flokkast öll ríki í Evrópu. Frakkland og
Rússland hafa gert samkomulag (entente) við England um að vera
samtaka gegn ofurvaldi Pýzkalands á meginlandi Evrópu. Pýzka-
land hefir bundizt bandalagi við Austurríki og Italíu, en treystir
þó lítt Ítalíu.
Nú er því svo varið, að ef — eða þegar — þeim lendir sam-
an, Énglendingum og Pjóðverjum, þá verður Danmörk milli steins
og sleggju. Strandlengja Pýzkalands er mest við Eystrasalt, 927
mílur (enskar), en við Norðursjóinn 293 mílur. Við Eystrasalt er
aðalflotastöð Pjóðverja, Kiel, og miklar verzlunarborgir t. d. Stettin
og Dantzig.
Englendingum ríður lífið á að verða svo fljótir til, í ófriði, að
þeir geti kvíað inni flota Pjóðverja í heimahögum, og um leið
tekið fyrir alla verzlun þeirra á sjó. En hér má segja eins og í
Pjóðsögunum: Pú nýtur þess að ég næ ekki til þín. Floti Eng-
lendinga kemst ekki inn í Eystrasalt, nær ekki í Pjóðverja nema
hann fari inn um Eyrarsund, Stórabelti eða Litlabelti. Nú rista
heljardrekarnir, Dreadnoughts, og fleiri stórskip svo djúpt, að þau
komast ekki gegnum Eyrarsund. Heldur ekki um Litlabelti, af
ýmsum ástæðum. Stórabelti er þeim fært, og þó vandi að þræða
álinn. Par ætla Pjóðverjar þeim þegjandi þörfina. Peir hafa í
mörg ár verið að mæla dýpt og grynningar í Stórabelti og strend-
ur þess, rétt eins og þeir ættu það sjálfir, og hafa efalaust hnit-