Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 9
89 að vér fáum framgengt öllum þeim málum, sem vér höfum sam- þykt í þinginu, og getum nú fengið að ráða tilhögun á ráðherra- skipuninni og getum fengið að losna við að bera upp málin í ríkisráðinu. Petta eru engin ambáttarkjör, sem þjóðin á að búa við hjá Dönum. Fjallkonan verður að eins í húsmensku hjá þeim með utanríkismálin. En þar bagar hana fátæktin ein. Og ef vér get- um auðgað hana nógu vel, þá má yfirstíga þann þröskuld. En eru nokkurar líkur til að þjóðinni aukist verulega fjár- munabolmagn í framtíðinni? Pað mál veltur alveg á vilja alþjóðarinnar. Efnahagur hennar getur batnað með þrennu móti. Fyrst og fremst er hægt að spara útgjöld til embættismanna og uppgjafa- embættlinga. Eimreiðin hefir flutt tvær röksamlegar ritgerðir um það efni og eru þær óhraktar enn. — I öðru lagi getur fram- leiðslan vaxið í landinu eins og hún hefir vaxið. Pá vex og gjald- þolið. Og í þriðja lagi getur þjóðin sparað við sig munaðarvör- urnar, svo að hundruðum þúsunda skifti, og mundi verða sælli og hraustari eftir en áður. Fámenn þjóð og lítil, sem býr í mögru landi, við harða veðráttu — hún verður að temja sér sparnað og sjálfsafneitun, ef hún á að vera sjálfstæð. — Hér í landi þyrfti alis engin úr- þvættis örbirgð að festa fót, ef skynsamlega væri lifað. — Vér horfum enn þá á fornöldina og dáumst að gullaldartíbránni, sem titrar yfir fornaldarlífi íslendinga, eða sögualdarlífinu á þjóðveldis- tímanum. — Vér sjáum þjóðveldisljómann í skuggsjá sögunnar. Og okkur dreymir um nýjan þjóðveldis eða fullveldisljóma í fram- tíðinni. Petta er hillingarefni, og vel fallið til skáldskaparmála eins og hvert annað glæsilegt tilfinningamál. Hitt er aftur við- kvæmt tilfinningamál, hve illa vér erum staddir nú til að lifa fullveldis-lífi eða þjóðveldis. Vér stöndum svo afarilla að vígi í samanburði við forfeður vora hina sjálfráðu. feir gátu lifað þjóð- veldislífi, af því að þeir voru sjálfstæðir menn að efnum og menn- ingu. Peir voru svo vel staddir heima fyrir, að þá reið »drjúg- um hver bóndi til þings«, þeir skipuðu sjálfir málunum, alþýðu- mennirnir. Landið var fult af fólki, bygðin upp um afdali og al- staðar, þar sem grasið gröri; tún og hagar girtir, ullin unnin öll og sjálfir önnuðust þeir verzlun sína og siglingar. Pá voru engin utanríkismál, því lík sem nú eru með fullvalda ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.