Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 27
107
. . . Og lífsönnin dottandi í dyrnar er sezt,
sem daglengis vörður minn er,
og stygði upp léttfleygust ljóðin mín öll,
svo liðu þau sönglaust frá mér;
og vængbraut þá hugsun, er hóf sig á loft
og himininn ætlaði sér.
Porgils gjallandi er afburðavel gefinn frá náttúrunnar hendi
— svo vel gefinn, að hann gat vel hafa ætlað sér til himins með
hugsanir sínar. En þótt hann væri í vist hjá Jóni alþm. á Gaut-
löndum á tvítugsaldrinum og mannaðist þar vel, eftir því sem
fjármönnum er lagið, varð honum þó tamara að horfa á jörðina,
heldur en fara hamförum til hæða. Vinnumenska á góðu heimili
er góður skóli handa einyrkja bændaefnum. Enda betri en bún-
aðarskólarnir okkar. En þar er þó enginn háskóli handa skáldum
né listamönnum.
Gremjan yfir lífsönninni og æfikjörunum — hún er jafnaug-
ljós í sögum Porgils, sem í kvæðum Hjálmars. — Hún leyfir
ekki skáldum að fjalla um hugljúf efni. Hún kann að auka kraft-
ana. En hún vængbrýtur þá hugsun, sem hóf sig á loft, og him-
ininn ætlaði sér.
Porgils hefir ef til vill ekki hugsað sér hærra en það í gróðr-
arríki bókmenta vorra, að verða svo sem beitilyngsklettur »inn
við öræfin«. Málið hans er viðlíka þróttmikið og beitilyngið.
Pað lætur sig aldrei, hverju sem viðrar.
Sumum þykir lítil blómspretta í sporum hans, og þeir þykj-
ast ekki finna mikinn ilm úr grasi í bragatúni hans. Það segja
þeir menn og þær konur, sem meta gróðrarfarið eftir því, hvernig
þeim gengur að fá í dánarkransa handa vinum sínum og vanda-
mönnum.
Sumir menn virðast halda, að skáldsögu-höfundur geti leikið
sér að því, að búa til fagurt blómlendi úr misjöfnu og mislitu
hrjósturlendi.
Hvílík ósanngirni! að ætlast til þess, að maður, sem er sjálf-
gerður, vinnumaður fyrst, en fátækur einyrki síðar — að hann
geri Tvídægru að túni og Oræfajökul að akri.
Pað sýnist ekki mikið þrekvirki í fljótu bragði, að gróður-