Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 71
frá niargskonar ævintýrum ýmsra aðalsmanna og stjórnmálabrellum og hversu hamingjuhjól þeirra veltur upp og niður. Einn þeirra' sem er duglegur fantur, verður meira að segja konungur um nokkur ár, en veltist svo úr völdum sakir fjárskorts og situr svo í skuldafangelsi hing- að og þangað. Svo fær hann að lokum svolátandi grafletur á leiði sitt: »Gæfan gaf honum konungsríki, en neitaði honum um eina brauðskorpu«. En það sem myndar söguþráðinn og hnýtir saman öll ævintýrin, eru hringarnir dularfullu, sem eru í höndum þriggja manna, sem eru sinn í hverri áttinni, og engin veit af öðrum. En komi hringarnir allir saman í einn stað, á sá, er þá hefir, að fá umráð yfir geysimiklum fjársjóði, sem grafinn er í jörðu á fjöllum uppi. Þetta tekst á endan- um, en notin verða minni, en til er ætlast, því skipið, sem á að flytja fjársjóðinn í annað land, ferst og með því fjársjóðurinn í hafið. Ekki fær maður að vita, hver þýtt hefir söguna á íslenzku; en það gerir ekkert til. Hann er að minsta kosti enginn klaufi, því þýð- ingin er góð og vel frá útgáfunni gengið í alla staði. V G. JÓNAS JÓNASSON: REIKNINGSBÓK. I,—II. Akureyri 1908, (Oddur Björnsson). Verð 2 kr. í fyrri hluta þessarar bókar er kent að reikna með heilum tölum, brotum og tugabrotum, en síðari parturinn tekur yfir allar þær grein- ir, er almennur eininga- og hlutfallareikningur nær til (meðal annars prósentureikning, rentureikning o. s. frv.). Framsetning og fyrirkomu- lag er nokkuð á annan veg, en títt hefir verið í íslenzkum reiknings- bókum, og kveðst höf. í því efni hafa farið eftir beztu kenslubókum útlendum, er fengist hafa. Að dæma um einstök atriði í slíkri bók, er varla gerlegt nema fyrir kennara, sem einhverja reynslu hafa fengið af notkun hennar, En að því er séð verður í fljótu bragði, virðist bókin sérlega vel af hendi leyst og hafa marga og mikla kosti. Mætti þar margt til nefna, en sérstaklega skal þess getið, hve dæmin eru vel valin, gripin beint út úr daglega lífinu, svo að nemandinn undir eins fær auga fyrir, hvert gagn hann hefir af því, sem hann er að læra. Og við það vex líka áhuginn og námið verður skemtilegra. V. G. íslenzk hringsjá. KNUD BERLIN: ISLANDS STATSRETLIGE STILLING efter Fristats- tidens Ophor. Forste Afdeling: Islands Underkastelse under Norges Krone. Kh öfn 1909. Þetta á auðsjáanlega að verða heljarmikið rit, því þetta fyrsta bindi af því, sern hér birtist, er 267 bls. í stóru broti, og nær það þó aðeins til loka 13. aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.