Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 40
120
Bara að hún hafi ekki séð mig, hugsaði ég og stökk á gras
á stéttarbrúninni og fór að reyna að nudda moldina af skónum.
Eg náði því mesta. Strax voru samt komnir grænir upplit-
unarblettir í skóna. í*ó bar ekki mikið á því. Annar skórinn
hafði skekst og gengið til á fætinum. Eg flýtti mér að reyna að
toga hann réttan aftur. Svo ætlaði ég að læðast inn.
í því komu mamma og pabbi út úr smiðjudyrunum.
Pabbi kallaði í mig.
Mér varð ilt af hræðslu.
Fyrst datt mér í hug að hlaupa burt og koma ekki fyr en
allir væru háttaðir. Eg hætti þó við það. Pau mundu ná mér
strax og það yrði bara til þess, að ég foraði út skóna ennþá meira.
Eg stóð því grafkyr á stéttinni, horfði niður á fæturna á
mér og þorði ekki að líta upp.
Eg fann, að tekið var í höndina á mér og ég teymdur inn.
Mamma var farin inn á undan.
Við mættum henni við búrdyrnar og ég sá, að hún var að reyna
að fela eitthvað fyrir aftan bakið. Eg sá á tvo svarta anga.
Nú vissi ég á hverju ég átti von. Hún hafði farið inn að
sækja Angalang ofan í kistu hjá sér. Par vissi ég að hún geymdi
hann.
Eg var farinn að kjökra og snökta og mér fór að verða ó-
hægt um andardráttinn.
í innra búrinu staðnæmdumst við og mamma lokaði vandlega
hurðinni.
Faðir minn slepti á mér hendinni, en tók mig nú í öxlina —
handfylli sína í treyjuna. Hann tók svo fast, að holdið fór með
fyrst, en slapp niður úr hendinni aftur um leið og hann var að
ná takinu.
Eg hefði aldrei getað kviðið jaínmikið fyrir dauða mínum
eins og ég kveið þá fyrir flengingunni. Eg hefi verið lagður á
borð af læknum síðan og átt að gera skurð á mér — og mátti heita
rólegur hjá þessu.
— Pví fórstu út, þegar hún mamma þín var búin að banna
þér það? sagði pabbi og linaði heldur á takinu meðan hann var
að bíða cflir svarinu.