Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 75
155 Einhver klaufi hefur þýtt þennan þarfa leiðarvísi Bruuns á ensku, því þar úir °g grúir af óenskum setningum og orðum, og jafnvel villum. Nafn bæklingsins ætti að vera á ensku: Routes »across« the Highlands, ekki »over«. — »The horses which are not packed . . . keep together in a bunch« (bls. 24): þeir hestar, sem ekki eru »pakkaðir« saman, halda saman í blómsveig! Hann meinar hesta, sem ekki eru »pack-horses«, en óþarfi er að gera þá að blómstrum. Utilegumannatrúin er kölluð xcredence« (bls. 10). Credence er til í ensku, en haft um alt annað. »Beforewe have fast ground undir our foot« (bls 16) er hrein danska; áaðvera: before we set foot on shore. Ekki hefur Gaukr Trandilsson búizt við að nokkur mundi tala um »his lover«, en ekki »his swreetheart« (bls. 97). Að jöklar á Islandi séu stærri að flatarmáli en margir af jöklunum í Evrópu (bls. 4), er miður rétt að orði komist; þeir eru sem sé meira en tvöfalt stærri um sig en allir aðrir jöklar í Evrópu samanlagðir. »Oaces« stendur alstaðar fyrir »oases«, en er þó líklega prentvilla. »Principle« f. principal (lýsingarorðið) bls. 17, »mightly« f. mighty bls. 16, »recognoitre« f. reconnoitre, »acomodate« f. accommodate eru fáeinar af prentvillunum. »We now inclined more to the west« er málleysa fyrir »turned in a western direction« (bls. 28). »Aclivity« (bls. 31) f. acclivity er rangt brúkað um bakkann á Blöndu. Veðrið er ætíð kallað »good«, í staðinn fyrir »fine«, og fuglarnir fljúga »blithely«; á líklega að vera »merrily«. Hestunum er »steered«, sem á ensku má aðeins brúka um skip. Hvort rétt er að segja útlendingum í leiðarvísi, að íslenzkir bændur ríði fullir heim úr kaupstað (bls. 19), er efamál, en margt er í bókinni, sem óþarfi var að hafa í leiðarvísi. — Að öðru leyti er kverið þarft og hefur margar góðar leiðbein- ingar inni að halda. J. St. GÚNTER SAALFELD: ISLAND. Sérpr. úr »Sammlung gemeinnútziger Vor- tráge«. Prag 1908. I fyrirlestri þessum er stutt lýsing á landinu, þjóðinni, stjórnarfari, menningu, bókmentum að fornu og nýju o. s. frv. Er það allgott yfirlit og dáindisfróðlegt, en ýmsar villur koma þar þó fyrir. Þannig segir, að Hákon gamli hafi skipað jarl yflr ísland 1264, en það var 6 árum fyr, 1258. Ráðherra Islands Hannes Hafstein er látinn sitja í Khöfn, en á Islandi er æðsta valdið enn í höndum landshöfðingja á ábyrgð ráðherrans og undir honum standa 2 amtmenn. Ekki er heldur hægt annað að sjá, en að hæstiréttur sé á íslandi. Er þetta því kynlegra að sjá þessar villur, sem höf. fylgist svo vel með, að hann skýrir frá störfum millilandanefndarinnar og aðal- ákvæðum »Uppkastsins«, og byrjar fyrirlestur sinn með því að segja, að »ennþá heyri Island Danmörku til«. Reykjavík er þar sögð hafa 7000 íbúa, í stað í íooo. Isleifur biskup er talinn fyrsti sagnaritari Islendinga, en aðrir munu ekki vita til að hann hafi neitt við það fengist (líklega blandað saman við Sæmund fróða). Um Snorra Sturluson er sagt, að hann hafi verið frámunalega vel að sér í fornmálunum suðrænu (latínu og grísku), en prófessor Finnur Jónsson segir í Bókmentasögu sinni, að hann muni ekkert hafa í þeim kunnað. Auðséð er, að dr. Saalfeld ’hefir ekki sjálfur átt kost á að lesa próförk að fyrirlestri sínum, því þar eru ýmsar óþægilegar prentvillur, t. d. »Myratu« f. Mývatn, »kreppstjórar« f. hreppstjórar, »Blontorf« f. Clontarf o. s. frv. En þó þessir gallar séu á, þá er fyrirlesturinn allvel saminn yfirleitt og getur átt góðan þótt í að auka þekkingu manna á Islandi. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.