Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 70
150
ALMANAK fyrir árið 1909. XV. ár. Winnipeg. Utgefandi Ó. S.
Thorgeirsson.
í almanaki þessu er framhald hinnar fróðlegu landnámu þeirra
Vestur-Islendinga. Ennfremur æfisögur Tafts, hins nýkjörna Banda-
mannaforseta, Lincolns, í tilefni af 100 ára afmæli hans, og tveggja
íslenzkra bænda fyrir vestan haf. Þá segir Jóh. Magnús Bjarnason
skemtilega smásögu frá Nýja Skotlandi um íslenzkt heljarmenni.
S. N.
TEÓDÓR FRIÐRIKSSON: UTAN FRÁ SJÓ. Smásögur.
Akureyri, 1908. (Oddur Björnsson). Verð 1. kr.
í kveri þessu, sem er ekki nema 93 bls., eru 9 sögur og allar
stuttar. Og þær eru allar meira eða minna sorglegar, mest um slys
meðal sjómanna og afleiðingar af þeim, drykkjuskap, fátækt og aðra
armæðu. Framsetning og stíll er blátt áfram og látlaus, og ekki óþægileg;
en efnið er altof fábreytt og gengur í of líka stefnu. Frá skáldlegu
sjónarmiði er sögunum talsvert áfátt, enda varla von á öðru, þar sem
þær eru eftir ungan mann í sveit, sem engan kost hefir átt á að
kynnast stærri skáldritum og aldrei verið til menta settur, jafnan orðið
að vinna fyrir sér og mest ritað sögur sínar á nóttum, — eftir því
sem segir í formálanum. Auk þess eru sögurnar ekki sem hollastar,
þó fjarri fari, að neitt ósiðlegt sé í þeim. En þær draga því nær
eingöngu fram dökkar myndir, sorg og sárindi, sem getur verið vel
lagað til að auka á þunglyndi manna og draga úr þeim þann kjark
og trú á á hið betra í lífinu, sem öllum þeim er mest þörf á, sem
við ervið kjör eiga að búa Það er ekki holt að einblína of rnjög á
skuggahliðar lífsins og láta sem maður sjái ekkert annað. Miklu nær
að beina auganu meir að björtu hliðinni, en þó réttast að láta ljós og
og skugga skiftast á, eins og það gerir í lífinu sjálfu.
En þó að sitthvað megi með réttu að sögum þessum finna, þá
bera þær fyllilega vott um, að höf. þeirra hefir þó nokkra skáldlgáfu
og dáindis glögt auga. En líklega hefir líf hans sjálfs fremur verið
stráð þyrnum en rósum, og honum því gjarnara að lýsa sársaukum
lífsins en sælunni.
Langbezta sagan er hin síðasta, »Æskuminning«. Frá henni er
svo gengið að hún væri hverjum höfundi til sóma. Efninu er bæði
vel fyrir komið og þar margt vel sagt, t. d. þetta: »Ég, sem hafði
elskað hana svo heitt, að ég elskaði sporin hennar í snjónum, þegar
hún haiði farið eitthvað á bæi þar í sveitinni.« Eða: «Ekki mátti það
minna vera, en þið yrðuð samferða — sama var móðirin«. — En
menn verða að þekkja sambandið, til þess að geta metið gildi þessara
setninga. V. G.
FEODOR v. ZOBELTITZ: HRINGAR SERKJAKONUNGS.
Saga frá 18. öld. Akureyri 1907, (Oddur Björnsson). Verð 2 kr.
Hver, sem vill fá sér skemtisögu til dægrastyttingar, er ósvikinn
af þessari bók. Því hún er prýðilega saman sett og mjög »spenn-
andi*. Og auk þess hefir hún inni að halda talsverðan sögulegan
fróðleik, að minsta kosti úr menningarsögu 18. aldarinnar. Segir þar