Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 33
”3
miðað niður, hvar fljótandi sprengivélar og aðrar tálmanir eiga að
hefta för Englendinga. En til þess að koma öllu þessu í kring,
þegar á liggur, geta þeir ekki látið sér nægja með að rjúfa land-
helgi Dana á sjó. Þeir verða líka að lenda á Sjálandi sjálfu. Og
ef Danir meina þeim það ekki með valdi, þá telja Englendingar
Dani, samkvæmt þjóðarréttinum, í fjandaflokki sínum. Englend-
ingar mundu þá óðar ráðast á Khöfn. Ef Danir veittu Pjóðverj-
um mótstöðu, er þeir vildu lenda, væri í sama óefni komið.
Danir hafa lengi setið við þann keip, að vera með hvorugum,
bíða þess að annarhvor hefði betur og vera þá méð honum. Hér
verður því ekki við komið. Hvernig á að verja Sjáland, þegar
Pjóðverjar geta flutt her manns yfrum Eystrasalt á einni nótt og
lent við Kköfn morguninn eftir í býtið. Sumir Danir halda, að
bezt sé að víggirða Khöfn og verja hana, þangað til Englending-
ar — eða Pjóðverjar — koma og skakka leikinn. Sumir vilja
víggirða Khöfn eingöngu sjávarmegin. Sumir vilja ekki víggirða
hana. En þegar maður gætir að, að einn heljardreki, Dread-
nought, kostar 34 til 36 miljónir króna, nærri tvisvar sinnum eins
mikið og öll ársútgjöld Dana til hers og flota, þá sést, að stór-
veldunum mun standa á sama hvað Danir gera.
Pegar Pjóðverjar hafa búið svo um hnútana, að Eystrasalt er
lokað fyrir Englendingum, þá geta þeir í næði flutt flota sinn um
Kílaskurðinn og sameinað hann allan í Norðursjónum — á næstu
grösum við England. Lord Roberts, sem frægastur er af núlifandi
herforingjum Englendinga, hefir kveðið upp úr með það í ræðu í
efri málstofunni, að mesti voði vofi yfir Englandi, nema Englend-
ingar hafi óvígan her til að mæta Pjóðverjum, efþeir lenda. Ber
að þeim brunni, að England verði að koma á almennri varnar-
skyldu, eins og öll önnur lönd í Evrópu.
Pessar tvær öndvegisþjóðir, sem ganga í broddi mentunarinn-
ar, eru farnar að fá glímuskjálfta, enda eru þær harla ólíkar.
Pjóðverjar vilja vinna sem mest með sverðseggjum. Peir trúa
því, sem Moltke sagði einu sinni á fundi: »Ófriður, hernaður er
heilagur, stofnaður af guði. Hann er eitt af æðstu lögmálum heims-
ins. Hann styrkir hjá mönnunum allar stórar, göfugar tilfinningar,
frægðargirnd, ósérplægni, hreysti; hann heldur mannkyninu frá að
sökkva niður í svart trúleysi.« Petta er talað úr hjarta Pjóð-
verja.
Ólíkt er það, sem Maupassant, er var í stríðinu 1870—71,
8