Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 56
I3Ó
Búið á Aulestad er stórt, um 60 kýr, en Erlingur bóndi segir
að það gefi svo sem ekki neitt af sér. Björnson hefir nógar tekj-
ur af ritum sínum og Nóbel-verðlaununum. Honum hafa verið
sendir að gjöf tveir arabiskir hestar, sem ganga fyrir vagni hans.
Pegar þeir sjást, þá vita menn, að »hann sjálfur* er á ferðinni.
Erlingur spurði, hvort bæirnir íslenzku væru svo þrifalegir, að
maður gæti gist á þeim; hann ætlaði sér að ferðast á íslandi.
Eg kvaðst hafa séð norska bæi, sem væru óþrifalegri en meðal-
bæir á íslandi, og henti faðir Erlings mikið gaman að þessum
samanburði á bæjunum, og sagði að íslendingar hefðu betur. Eg
komst að raun um, hvað lítið Norðmenn vita um Island. Á Aule-
stad héldu allir, að ísland væri líkt og Hálogaland og íslendingar
líkir Háleygjum, háróma, því þeir yrðu að tala svo hátt, svo það
heyrðist til þeirra fyrir kliðnum í fuglabjörgunum. Eg sagði að
Norðmenn ættu að kynnast betur niðjum landnámsmannanna frá
Hörðalandi og Sogni. Björnsson lét þá ósk í ljósi, að sjá mynd-
ina af Ingólfi landnámsmanni, sem reisa ætti Reykjavík. Eg
kvaðst mundu láta myndasmiðinn og hlutaðeigendur vita um
það.
JÓN STEFÁNSSON.
Um bakteríur og tæring.
(Fyririestar haldinn í Heilsuhælisfélaginu í Rvík 1906.)
Þegar vér lesum í blöðunum um stjórnleysingja eða anarkista, sem
kasta sprengikúlum fyrir fætur friðsamra borgara í útlöndum, í leik-
húsum, kirkjum eða öðrum samkomuhúsum, kúlan springur, og margir
bíða bana af, — þá hryllir oss við slíkum mannsmorðum og þökkum
um leið hamingjunni fyrir að vera lausir við þessháttar spellvirkja heima
á Fróni. — En ef vér gætum nú vandlegar að, sjáum vér þó næstum
dags daglega kastað nokkurskonar sprengikúlum, sem geta unnið jafn
mikið og meira manntjón, en nokkur sprengikúla stjórnleysingjanna.
Vér sjáum þetta þráfalt í flestum samkomuhúsum og kirkjum á land-
inu. Menn gjöra þetta ekki í neinum illum tilgangi eins og anarkist-
arnir, og menn kasta heldur ekki þessum sprengikúlum með höndunum
eins og þeir. — Nei, menn hrækja þeim út úr sér, á gólfin. Og guð
fyrirgefi þeim, sem það gera, því þeir vita ekki hvað þeir gera. það
eru sem sé hrákarnir, sem ég á við. Margir þeirra eru auðvitað skað-