Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 56
I3Ó Búið á Aulestad er stórt, um 60 kýr, en Erlingur bóndi segir að það gefi svo sem ekki neitt af sér. Björnson hefir nógar tekj- ur af ritum sínum og Nóbel-verðlaununum. Honum hafa verið sendir að gjöf tveir arabiskir hestar, sem ganga fyrir vagni hans. Pegar þeir sjást, þá vita menn, að »hann sjálfur* er á ferðinni. Erlingur spurði, hvort bæirnir íslenzku væru svo þrifalegir, að maður gæti gist á þeim; hann ætlaði sér að ferðast á íslandi. Eg kvaðst hafa séð norska bæi, sem væru óþrifalegri en meðal- bæir á íslandi, og henti faðir Erlings mikið gaman að þessum samanburði á bæjunum, og sagði að íslendingar hefðu betur. Eg komst að raun um, hvað lítið Norðmenn vita um Island. Á Aule- stad héldu allir, að ísland væri líkt og Hálogaland og íslendingar líkir Háleygjum, háróma, því þeir yrðu að tala svo hátt, svo það heyrðist til þeirra fyrir kliðnum í fuglabjörgunum. Eg sagði að Norðmenn ættu að kynnast betur niðjum landnámsmannanna frá Hörðalandi og Sogni. Björnsson lét þá ósk í ljósi, að sjá mynd- ina af Ingólfi landnámsmanni, sem reisa ætti Reykjavík. Eg kvaðst mundu láta myndasmiðinn og hlutaðeigendur vita um það. JÓN STEFÁNSSON. Um bakteríur og tæring. (Fyririestar haldinn í Heilsuhælisfélaginu í Rvík 1906.) Þegar vér lesum í blöðunum um stjórnleysingja eða anarkista, sem kasta sprengikúlum fyrir fætur friðsamra borgara í útlöndum, í leik- húsum, kirkjum eða öðrum samkomuhúsum, kúlan springur, og margir bíða bana af, — þá hryllir oss við slíkum mannsmorðum og þökkum um leið hamingjunni fyrir að vera lausir við þessháttar spellvirkja heima á Fróni. — En ef vér gætum nú vandlegar að, sjáum vér þó næstum dags daglega kastað nokkurskonar sprengikúlum, sem geta unnið jafn mikið og meira manntjón, en nokkur sprengikúla stjórnleysingjanna. Vér sjáum þetta þráfalt í flestum samkomuhúsum og kirkjum á land- inu. Menn gjöra þetta ekki í neinum illum tilgangi eins og anarkist- arnir, og menn kasta heldur ekki þessum sprengikúlum með höndunum eins og þeir. — Nei, menn hrækja þeim út úr sér, á gólfin. Og guð fyrirgefi þeim, sem það gera, því þeir vita ekki hvað þeir gera. það eru sem sé hrákarnir, sem ég á við. Margir þeirra eru auðvitað skað-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.