Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 67
'47 sögu. Frásögnin er öll í molum og sundurslitin af einlægum bréfa- brotum. Stíllinn er sundurlaus með alt of mörgum greinaskiftum. Sem dæmi upp á frásagnaraðferðina get ég nefnt, að sagt er frá tilfinningum manns, sem er að deyja, með því að hann er látinn vera að skrifa bréf fram í andlátið. í þessu bréfi lýsir hann ástandi sínu og hvernig hann finnur dána unnustu sína rétta sér höndina. Ætli flestir mundu ekki leggja frá sér pennann, þegar svo stendur á? Hugsanirnar í bókinni eru hvorki nýjar né fjölbreyttar, og þó virðast þær vera aðalatriðið, frásögnin aukaatriðið. Bréfin, sem taka svo mikið rúm, eru full af heilræðum og hvetjandi orðum. En það er það sama upp aftur og aftur, í sama eða mismunandi búningi. Hugs- anirnar streyma ekki, heldur hverfast í hringiðu. En það er vfst hreinasti óþarfi að vera að benda á þessa galla Þeir liggja í augum uppi og menn eru vanir að vera skarpsýnir á skuggahliðarnar á verkum byrjenda. Öðru máli er að gegna, þegar menn lesa verk nafnfrægra þjóðskálda, Þá er oft gustukaverk að opna augu þeirra fyrir göllunum. Þá ganga menn að því vísu, að kostirnir séu yfirgnæfandi og sjá þá eina, finna jafnvel skáldskap, þar sem eng- inn skáldskapur er. Þeim fer eins og karlinum, sem drakk blásteins- vatn úr brennivínsflösku og þótti gott, af því að hann trúði, að það væri brennivín. Og þó eru það einmitt kostirnir á verkum byrjenda, sem fróðleg- ast er að skima eftir, Þeir segja til, hverja von má gera sér um höf- undinn. Þeir eiga fyrir höndum að vaxa, og gallarnir margir að falla burt af sjálfu sér, eins og mjólkurtennur úr barni. Og það eru ýmsir kostir á þessari sögu. Næm samkend, með mannlífinu, sem gefur von um dýpri skilning á því með tímanum, furðu litlar smekkleysur af byrjanda og heldur laglegt mál. En nú kemur það bezta. Þegar ég er búinn að rannsaka lista- gildi bókarinnar og lesa úr því framtíðarörlög höfundarms, þá tek ég hana og les sem vitnisburð um mannlega sál (document humain). Eg hugsa um, að bak við þessa dauðu bókstafi slær hjarta og hugsar sál. Eg fer að hugsa um höfundinn, reyna að kynnast honum og skilja hann. Það er óvanalega auðvelt að finna höfundinn bak við þessa bók. Ung stúlka, sem skrifar skáldsögu, er opinská. Eftirlætispersónur henn- ar hafa sömu skoðanir og hún sjálf, þær eru ímynd þess, sem henni þykir vænt um, lakari persónurnar eru persónugervingar þess, sem henni er illa við. Og hvernig persónu finnur lesandinn á bak við þessa bók? Al- vörugefna, draumlynda stúlku með tilhneigingu til þunglyndis, en sterka trú á það góða i mannlífinu og framtíð íslenzku þjóðarinnar. Stúlku, sem alin er upp í sveit, augliti til auglitis við hina hátíðlegu og mikil- fengu íslenzku náttúru. Stúlku, sem hefir óbeit á lausahjali æskulýðs- ins í Reykjavík, þessum sápukúlum sléttmælginnar, sem eru fagrar á að líta, en bresta sundur í gufu, ef við þær er komið, til þess að leita að innihaldi í þeim. Þegar ég hefi þetta í huga, skil ég og fyrirgef ýmsa galla bókar- innar. Það er fjarstætt að segja, að fólk eins og gengur og gerist sé io’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.