Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 15
95 draum, eða réttara sagt fleiri drauma í röð, sem voru svo kyn- legir, að ég hafði aldrei heyrt neitt þvílíkt áður. Ef samkvæmið langar til að heyra söguna, skal ég með ánægju segja hana.« Auðvitað lét samkvæmið í ljósi löngun til að heyra söguna og læknirinn hóf þá mál sitt á þessa leið: í>Fyrir tólf árum síðan var ég um tíma í Bíarritz til að nota böð. Eg var þá ungur og opinn fyrir áhrifum, enda varð ég brátt ástfanginn í enskri stúlku, sem þangað var komin í sömu erind- um og ég. Hún var heldur engin hversdagskona, heldur harla einkennileg og gat fundið upp á öllum skrattanum til yndis og á- nægju. Eina nótt tók hún bæði mig og aðra fleiri, sem voru að draga sig eftir henni — því ég var svo sem ekki einn um hituna — út á sjó, og þar vorum við þangað til kl. 3—4 um morguninn. Við vorum að skoða stjörnurnar og tala um, að skeð gæti að sálirnar færu frá einni plánetu til annarrar. Eg var orðinn dauðþreyttur, þegar ég loksins komst heim, og datt út af sofandi yfir bréfi, sem ég hafði fundið á skrifborðinu mínu. Eg var varla búinn að loka augunum áður en mér fanst ég vera kominn í ókunnan stórbæ, og koma þar út úr ókendu húsi, þar sem ég sá líkvagn standa fyrir dyrum. Hjá líkvagninum stóð stálpaður sveinn, á að gizka 15 vetra, í dökkum frakka með mjóum uppbrotum og tvísettri röð af málmhnöppum. Pegar hann kom auga á mig, lauk hann upp vagnhurðinni og bauð mér með kurteislegum handaburði að koma inn í vagninn. Pó margt skrítið geti komið fyrir í draum- um, man ég þó greinilega, að ég varð skelkaður og hröklaðist eitt skref aftur á bak. Við þá hreyfingu hefi ég sjálfsagt rekið hnakk- ann í bakið á hægindastólnum, því í sama vetfangi vaknaði ég og kendi þá töluvert til í hnakkanum. Áður tveir dagar voru liðnir, var ég búinn að gleyma draumn- um —- í samverunni við stúlkuna mína ensku. En þriðju nóttina endurtók hann sig svo nákvæmlega, að furðu gegndi. Og hvað eftir annað dreymdi mig þennan sama draum með þriggja til fjög- urra nátta millibili. Og fór ég, nú að hugsa um hann meira en góðu hófi gegndi. Merkilegast þótti mér þó, að húsið og vagninn skyldu altaf vera eins, og andlit sveinsins, búningur og handa- burður jafnan hinn sami. Eg tók nákvæmlega eftir frakkanum, uppbrotunum, málm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.