Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 68
148
svo rómantiskt, að það setjist undir hamra, til þess að hlýða á sorg-
arljóð huldumanns En það er vel trúlegt um unga, draumlynda stúlku.
Og ég get fyrirgefið, þó hugsanirnar í bókinni séu hvorki margar né
frumlegar. Þær sýna þó viðleitni til þess að hugsa. Og það er betra
að hugsa upp annarra hugsanir, en hugsa alls ekki. Og hvað ætli það
séu margar ungar stúlkur, sem yfirleitt hugsa nokkurn hlut?
Og hvað ætli það séu yfirleitt margir Islendingar, sem þor.i að
hugsa svona hátt:
»Og þá munu aðrar þjóðir ekki leyfa sér að segja lengur um
hugsanir okkar og verk: »það er furðugott. Það er ekki við betra að
búast af íslenzkri konu eða manni«.
Nei, þá munu þær segja:
»Það er stórt og gott og göfugt; það er auðséð, að það er ís-
lenzkti «.
Það er ekki hægt annað en brosa að svona loftköstulum. En
það verður snertur af virðingu í brosinu.
Og lesandinn kynnist ekki einungis stóru skoðununum. Hann fær
að vita um ýmis smá leyndarmál. T. d., að höfundinum þykir fallegra
svart hár en ljóst, og að henni þykir það lýti á konu, að hún skrýfir
hár sitt með heitu járni. það eru aftur einkenni náttúrubarnsins, sveita-
stúlkunnar.
Engar persónur skrifa önnur eins snildarbréf og ungar stúlkur.
Þær lifa sig svo inn í augnablikið, opna svo sál sína í bréfunum.
Það eru ýmis góð bréf í þessari bók. Ég ætla að tilfæra eina byrjun:
»Þú manst víst eftir, að við töluðum um, áður en við skildum
síðast, að skrifa hvor annarri og vera hreinskilnar 1' bréfum okkar.
Eg ætla að efna þetta loforð mitt. Þú ert eina vinstúlkan, sem
ég á, og ég hefi ásett mér að hafa ekki bréfaviðskifti við fleiri«.
Frægir skáldsagnahöfundar gætu verið stoltir af að hafa samið
annan eins inngang til bréfaskifta milli tveggja ungra stúlkna, sem
hefðu bundið milli sin þessa frægu gegnum- líf- og- dauða- vináttu,
sem er svo einkennileg fyrir konur um tvítugt. En þeir hefðu ætlast
til að bréfið væri lesið með kímnisbrosi. María Jóhannsdóttir vill láta
lesa það með alvörusvip. Þeir hefðu náð tilgangi sínum með því, hún
nær honum ekki. Það er allur munurinn. En það er munur, sem
getur gert út um, hvort það er list eða ekki list. Og þetta bréf er
ekki list, það er náttúra.
En nú er rúmið á enda og ég verð að hætta En viljirðu, lesandi
góður, kynnast henni Maríu meira, þá kauptu bókina. Þú gerir gott
verk með því, styður ungan höfund, sem er viss með að launa þér
það síðar með betri bók.
Sigurcmr Nordal.
LEWIS WALLACE: BEN HÚR, saga frá dögum Krists. Þýtt
hefur á íslenzku Bjarni Símonarson, prófastur. Rvík 1908.
Séra Bjarni segir, að þýðing þessi sé »að mestu leyti gerð eftir
danskri þýðingu«, en »til hliðsjónar hefur verið höfð ensk útgáfa, sem
víða er þó talsvert orðfyllri.« Þetta »þó« hefði nú mátt missa sig;
því frumritið er á ensku og hefði verið viðkunnanlegra að þýða á is-