Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 23
103 viðburða, eða kennarar fólks, leiðsögumenn og vegryðéndur, til framtíðarlandsins og fullkomnunarinnar. Sumir menn hafa haldið fram þeirri skoðun, að skáldin ættu að vera þetta alt í einu. Vera má að þeir menn hafi mikið til máls síns, sem það vilja. En ég efast þó um, að þeir hafi rétt fyrir sér yfirleitt. Skáldin geta naumast verið þetta alt saman, og eru til þess gildar ástæður. En aðalástæðan er þessi: að skáldin eru fyrst og fremst tilfinningamenn að eðlisfari. Kennarar, leiðsögumenn og brautryðéndur þurfa að vera ró- legir vitsmunamenn, ef þeir eiga að vera vaxnir stöðu sinni. En þeir þurfa síður en svo að vera tilfinningamenn, á þann hátt sem skáld eru og þurfa að vera. Eg get því ekki séð, þegar þessar ástæður eru teknar til greina, að meira sé heimtandi af skáldunum en þetta, að þau séu áhrifanæm og tilfinningarík, og listfeng að mála úr þeim efn- um, sem áhrif og tilfinningar ráða yfir. Pau eiga að gæta þess, að sú undiralda sé í orðum þeirra, sem hefur upp, það sem gott er í manneölinu, en láti hitt síga niður. Petta gera skáldin, ef þau eru gædd drengskapar-tilfinning og mannúð. En þau hafa ýmsar aðferðir til þess, að koma þessu til leiðar. Og má segja um þau eins og sagt er um sláttumenn og sjómenn: Hver og einn rær og slær með sínu lagi. Eg er þeirrar skoðunar, að skáldin séu og eigi að vera mál- arar tilfinninga, orða og athafna, heldur en kennarar, leiðsögu- menn og brautryðéndur. Pau taka sér að yrkisefnum menn og málefni, eftir því sem þeim ber fyrir augu og eyru, og fara með þessi efni eins og þau hafa gáfur til. Pví segi ég það: Ef skáldsögur eru þannig gerðar, að þær vekja lesendunum undir og valda þeim sársauka, þá er ekki skáld- inu um að kenna, nema þá jöfnum höndum við mannlífið og einstaklingana, sem það hefir fyrir framan sig og saman við að sælda. Guðrún Ósvífsdóttir lét Gest Oddleifsson ráða tjóra drauma, sem hana hafði dreymt og ollað höfðu henni áhyggju. Gestur réð draumana, og þegar Guðrún hafði heyrt ráðningarnar, setti hana dreyrrauða. Hún kastaði þó engum kaldyrðum á speking- inn né ávítaði hann, heldur mælti hún þessi minnilegu vitsmuna- orð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.