Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 23
103
viðburða, eða kennarar fólks, leiðsögumenn og vegryðéndur, til
framtíðarlandsins og fullkomnunarinnar.
Sumir menn hafa haldið fram þeirri skoðun, að skáldin ættu
að vera þetta alt í einu.
Vera má að þeir menn hafi mikið til máls síns, sem það vilja.
En ég efast þó um, að þeir hafi rétt fyrir sér yfirleitt.
Skáldin geta naumast verið þetta alt saman, og eru til þess
gildar ástæður. En aðalástæðan er þessi: að skáldin eru fyrst og
fremst tilfinningamenn að eðlisfari.
Kennarar, leiðsögumenn og brautryðéndur þurfa að vera ró-
legir vitsmunamenn, ef þeir eiga að vera vaxnir stöðu sinni. En
þeir þurfa síður en svo að vera tilfinningamenn, á þann hátt sem
skáld eru og þurfa að vera.
Eg get því ekki séð, þegar þessar ástæður eru teknar til
greina, að meira sé heimtandi af skáldunum en þetta, að þau séu
áhrifanæm og tilfinningarík, og listfeng að mála úr þeim efn-
um, sem áhrif og tilfinningar ráða yfir.
Pau eiga að gæta þess, að sú undiralda sé í orðum þeirra,
sem hefur upp, það sem gott er í manneölinu, en láti hitt síga
niður. Petta gera skáldin, ef þau eru gædd drengskapar-tilfinning
og mannúð. En þau hafa ýmsar aðferðir til þess, að koma þessu
til leiðar. Og má segja um þau eins og sagt er um sláttumenn
og sjómenn: Hver og einn rær og slær með sínu lagi.
Eg er þeirrar skoðunar, að skáldin séu og eigi að vera mál-
arar tilfinninga, orða og athafna, heldur en kennarar, leiðsögu-
menn og brautryðéndur. Pau taka sér að yrkisefnum menn og
málefni, eftir því sem þeim ber fyrir augu og eyru, og fara með
þessi efni eins og þau hafa gáfur til.
Pví segi ég það: Ef skáldsögur eru þannig gerðar, að þær
vekja lesendunum undir og valda þeim sársauka, þá er ekki skáld-
inu um að kenna, nema þá jöfnum höndum við mannlífið og
einstaklingana, sem það hefir fyrir framan sig og saman við að
sælda.
Guðrún Ósvífsdóttir lét Gest Oddleifsson ráða tjóra drauma,
sem hana hafði dreymt og ollað höfðu henni áhyggju. Gestur
réð draumana, og þegar Guðrún hafði heyrt ráðningarnar, setti
hana dreyrrauða. Hún kastaði þó engum kaldyrðum á speking-
inn né ávítaði hann, heldur mælti hún þessi minnilegu vitsmuna-
orð: