Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 62
142 kemur veikin ýmist fram í öllum líkama dýrsins, eða aðeins á þeim stað, sem spýtt er inn í. Einkum eru apar og nautgripir mjög mót- tækilegir fyrir berkla. Veikin er kölluð berklaveiki af því, að bakterían kemur til leiðar berklamyndunum, hvar sem hún sest að í líkamanum. En við berkla skiljum vér ofurlitla hnúta eða hnykla, sem myndast fyrir áhrif bakterí- anna. Berklar geta myndast í flestum líffærum líkamans, en einkum mega þó lungun heita aðalaðsetur þeirra. Löngu áður en bakterían fanst, hafði franskur læknir, Villemin, sýnt fram á, að berklar eru sóttnæmir. Hann skar berkla út úr líki og lét þá í holsár á dýri, en við það veiktist dýrið, fyltist af sams- konar berklum og dó. En fyrst þegar bakterían var fundin, varð mönnum ljóst, hvernig á berklunum stendur. Vér skulum nú athuga, hvernig bakterían myndar berklana. Líkamir manna og dýra (og jurtanna sömuleiðis) eru bygðir af frumlum eða örsmáum hólfum, sem eins og steinar í hleðslu liggja þétt hver upp að annarri ótölulega margar. Frumlurnar eru misjafnlega stórar, en allar ósýnilegar með berum augum; þó eru þær miklu stærri en bakteríur yfirleitt. Berklaveikisbakterían verður að komast ( einhverja frumluna; en þangað kemst hún vanalega gegnurn ofurlítið sár, sem eigi þarf að vera nema ósýnilega og ómerkjanlega lítið, til þess hún geti komist inn; en auk þess getur bakterían borist inn í frumluna með blóðrásinni. —- Jafnskjótt og nú þessi aðkomugestur, bakterían, hefir tekið sér bústað í frumlunni, kemur hún af stað mjög einkennilegum breytingum, ekki einungis í þessari frumlu, heldur einnig í öllum frumlum, sem liggja í námunda við hana. Það er eins og fréttin um komu hennar breiðist óðfluga út um héraðið í kring, og eins og allar frumlurnar finni óðara á sér, að eitt- hvað ilt sé á seyði; því þær færast í aukana og fara að vaxa miklu örar, en vant er, og sumar þeirra verða jafnvél risastórar og hafa ver- ið kallaðar risafrumlur, en vöxtur annarra frumla er fólginn í því, að þær skifta sér í sundur í margar smærri frumlur. En ekki er þar með búið, heldur safnast hingað einnig hópur af hvítum blóðkornum, sem hafa smogið út úr nálægum æðum, rétt eins og frumlurnar hefðu kall- að á þau sér til hjálpar. Hvítu blóðkornin hafa sem sé meðal annars þann starfa á hendi, að glíma við bakteríur og aðra gesti, sem kom- ast inn í blóðið. Þessi frumluhópur, sem þarna er nú saman kominn ásamt hvítu- blóðkornunum, myndar eins og hnykil eða örðu í holdinu. — Það er þetta, sem vér köllum berkil. Allur þessi dásamlegi viðbúnaður líkamans er auðvitað miðaður til þess að verjast árásum þakteríanna. Stundum sigrar líkaminn. Fruml- urnar verða bakteríunum yfirsterkari og leyfa þeim ekki að komast lengra. Bakteríurnar deyja og hvítu blóðkornin eyða þeim. — En oft fara svo leikar, að bakterían vérður yfirsterkari, nær að fjölga og margfaldast og komst inn í hverja frumluna á fætur annarri, og hvítu blóðkornin safnast að fleiri og fleiri, en fá ekki rönd við reist, fruml- urnar deyja og verða ásamt blóðkornunum að gulleitri kvoðu: greftri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.