Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 27
107 . . . Og lífsönnin dottandi í dyrnar er sezt, sem daglengis vörður minn er, og stygði upp léttfleygust ljóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér; og vængbraut þá hugsun, er hóf sig á loft og himininn ætlaði sér. Porgils gjallandi er afburðavel gefinn frá náttúrunnar hendi — svo vel gefinn, að hann gat vel hafa ætlað sér til himins með hugsanir sínar. En þótt hann væri í vist hjá Jóni alþm. á Gaut- löndum á tvítugsaldrinum og mannaðist þar vel, eftir því sem fjármönnum er lagið, varð honum þó tamara að horfa á jörðina, heldur en fara hamförum til hæða. Vinnumenska á góðu heimili er góður skóli handa einyrkja bændaefnum. Enda betri en bún- aðarskólarnir okkar. En þar er þó enginn háskóli handa skáldum né listamönnum. Gremjan yfir lífsönninni og æfikjörunum — hún er jafnaug- ljós í sögum Porgils, sem í kvæðum Hjálmars. — Hún leyfir ekki skáldum að fjalla um hugljúf efni. Hún kann að auka kraft- ana. En hún vængbrýtur þá hugsun, sem hóf sig á loft, og him- ininn ætlaði sér. Porgils hefir ef til vill ekki hugsað sér hærra en það í gróðr- arríki bókmenta vorra, að verða svo sem beitilyngsklettur »inn við öræfin«. Málið hans er viðlíka þróttmikið og beitilyngið. Pað lætur sig aldrei, hverju sem viðrar. Sumum þykir lítil blómspretta í sporum hans, og þeir þykj- ast ekki finna mikinn ilm úr grasi í bragatúni hans. Það segja þeir menn og þær konur, sem meta gróðrarfarið eftir því, hvernig þeim gengur að fá í dánarkransa handa vinum sínum og vanda- mönnum. Sumir menn virðast halda, að skáldsögu-höfundur geti leikið sér að því, að búa til fagurt blómlendi úr misjöfnu og mislitu hrjósturlendi. Hvílík ósanngirni! að ætlast til þess, að maður, sem er sjálf- gerður, vinnumaður fyrst, en fátækur einyrki síðar — að hann geri Tvídægru að túni og Oræfajökul að akri. Pað sýnist ekki mikið þrekvirki í fljótu bragði, að gróður-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.