Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Side 9

Eimreiðin - 01.05.1909, Side 9
89 að vér fáum framgengt öllum þeim málum, sem vér höfum sam- þykt í þinginu, og getum nú fengið að ráða tilhögun á ráðherra- skipuninni og getum fengið að losna við að bera upp málin í ríkisráðinu. Petta eru engin ambáttarkjör, sem þjóðin á að búa við hjá Dönum. Fjallkonan verður að eins í húsmensku hjá þeim með utanríkismálin. En þar bagar hana fátæktin ein. Og ef vér get- um auðgað hana nógu vel, þá má yfirstíga þann þröskuld. En eru nokkurar líkur til að þjóðinni aukist verulega fjár- munabolmagn í framtíðinni? Pað mál veltur alveg á vilja alþjóðarinnar. Efnahagur hennar getur batnað með þrennu móti. Fyrst og fremst er hægt að spara útgjöld til embættismanna og uppgjafa- embættlinga. Eimreiðin hefir flutt tvær röksamlegar ritgerðir um það efni og eru þær óhraktar enn. — I öðru lagi getur fram- leiðslan vaxið í landinu eins og hún hefir vaxið. Pá vex og gjald- þolið. Og í þriðja lagi getur þjóðin sparað við sig munaðarvör- urnar, svo að hundruðum þúsunda skifti, og mundi verða sælli og hraustari eftir en áður. Fámenn þjóð og lítil, sem býr í mögru landi, við harða veðráttu — hún verður að temja sér sparnað og sjálfsafneitun, ef hún á að vera sjálfstæð. — Hér í landi þyrfti alis engin úr- þvættis örbirgð að festa fót, ef skynsamlega væri lifað. — Vér horfum enn þá á fornöldina og dáumst að gullaldartíbránni, sem titrar yfir fornaldarlífi íslendinga, eða sögualdarlífinu á þjóðveldis- tímanum. — Vér sjáum þjóðveldisljómann í skuggsjá sögunnar. Og okkur dreymir um nýjan þjóðveldis eða fullveldisljóma í fram- tíðinni. Petta er hillingarefni, og vel fallið til skáldskaparmála eins og hvert annað glæsilegt tilfinningamál. Hitt er aftur við- kvæmt tilfinningamál, hve illa vér erum staddir nú til að lifa fullveldis-lífi eða þjóðveldis. Vér stöndum svo afarilla að vígi í samanburði við forfeður vora hina sjálfráðu. feir gátu lifað þjóð- veldislífi, af því að þeir voru sjálfstæðir menn að efnum og menn- ingu. Peir voru svo vel staddir heima fyrir, að þá reið »drjúg- um hver bóndi til þings«, þeir skipuðu sjálfir málunum, alþýðu- mennirnir. Landið var fult af fólki, bygðin upp um afdali og al- staðar, þar sem grasið gröri; tún og hagar girtir, ullin unnin öll og sjálfir önnuðust þeir verzlun sína og siglingar. Pá voru engin utanríkismál, því lík sem nú eru með fullvalda ríkjum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.