Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Side 3

Eimreiðin - 01.01.1910, Side 3
3 rannsakað; það er eigi þeirra hlutverk, og fyrir utan það svæði, sem þau ná yfir. Vísindin fara hægt, en þau leggja stein á stein öld eftir öld, þeim fer altaf fram, aldrei aftur; þó þjóðirnar hverfi, þá stendur starf þeirra í vísindunum óhaggað, árangur rannsóknanna eybist ekki, reynslugreinir þær, sem fundist hafa, verða undirstöðusteinar, sem aðrir byggja ofan á; þó fræðikerfin falli og tilgáturnar reyn- ist skakkar, þá halda athuganirnar gildi sínu; úr steinum hinnar gömlu byggingar má reisa ný hús og hallir. Hver kynkvísl tekur við af annarri, sérhvert stig, sem stigið er, léttir eftirkomendun- um verk þeirra, vísindin komast hærra og hærra, þrep af þrepi, sjóndeildarhringurinn víkkar og útsýnið yfir sköpunarverkið verð- ur meira. Sjálfar reynslugreinirnar, sem fundist hafa, standa óhaggaðar, en á ýmsum tímum er þeim ýmislega raðað niður, og menn byggja á þeim ágizkunarkenningar, unz þau lög finnast, sem náttúran fylgir í samræmi við mannlega skynjun og skyn- semi. Aldrei fyr hefir jafnmikið verið unnið að framförum vísind- anna eins og nú, en almenningur verður þess mest var af hin- um praktisku uppgötvunum, sem eru afleiðing vísindanna; þær aukast daglega og gefa mönnum meira og meira vald yfir náttúr- unni. Hér munum vér þó ekki fást við verklegar uppgötvanir. heldur drepa lítilsháttar á nokkur grundvallaratriði í heimi vísind- anna, sem sýnast benda mannsandanum inn á nýjar brautir. Nokkru fyrir lok 19. aldar virtust fræðikerfi náttúruvísind- anna vera búin að ná vissu heildar-takmarki, og lítið útlit var til þess, að grundvallarsannindi þau mundu haggast, sem vísinda- kerfin voru bygð á. Þó benda ýmsar athuganir og tilraunir, sem menn hafa gjört um aldamótin og á hinum fyrstu níu árum ald- arinnar á gagngjörða breytingu á mörgum hugmyndum vísindanna. Menn hafa orðið varir við ýms fyrirbrigði og gert ýmsar upp- götvanir, sem menn til skamms tíma höfðu ekki minstu hugmynd um. Pó margar af nýjungum þessum séu þess eðlis, að þær virð- ast aðeins vera hin fyrstu bernskutilþrif til skilnings á ýmsu, er náttúruna snertir, þá er þó auðséð, að heimsskoðun náttúrufræð- inga er töluvert að breytast, hinar eldri hugmyndir eru að leys- ast í sundur, þó enn séu ekki alstaðar komnar varanlegar sann- reyndir í staðinn. Nýtt tímabil í heimi vísindanna sýnist renna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.