Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 3
3 rannsakað; það er eigi þeirra hlutverk, og fyrir utan það svæði, sem þau ná yfir. Vísindin fara hægt, en þau leggja stein á stein öld eftir öld, þeim fer altaf fram, aldrei aftur; þó þjóðirnar hverfi, þá stendur starf þeirra í vísindunum óhaggað, árangur rannsóknanna eybist ekki, reynslugreinir þær, sem fundist hafa, verða undirstöðusteinar, sem aðrir byggja ofan á; þó fræðikerfin falli og tilgáturnar reyn- ist skakkar, þá halda athuganirnar gildi sínu; úr steinum hinnar gömlu byggingar má reisa ný hús og hallir. Hver kynkvísl tekur við af annarri, sérhvert stig, sem stigið er, léttir eftirkomendun- um verk þeirra, vísindin komast hærra og hærra, þrep af þrepi, sjóndeildarhringurinn víkkar og útsýnið yfir sköpunarverkið verð- ur meira. Sjálfar reynslugreinirnar, sem fundist hafa, standa óhaggaðar, en á ýmsum tímum er þeim ýmislega raðað niður, og menn byggja á þeim ágizkunarkenningar, unz þau lög finnast, sem náttúran fylgir í samræmi við mannlega skynjun og skyn- semi. Aldrei fyr hefir jafnmikið verið unnið að framförum vísind- anna eins og nú, en almenningur verður þess mest var af hin- um praktisku uppgötvunum, sem eru afleiðing vísindanna; þær aukast daglega og gefa mönnum meira og meira vald yfir náttúr- unni. Hér munum vér þó ekki fást við verklegar uppgötvanir. heldur drepa lítilsháttar á nokkur grundvallaratriði í heimi vísind- anna, sem sýnast benda mannsandanum inn á nýjar brautir. Nokkru fyrir lok 19. aldar virtust fræðikerfi náttúruvísind- anna vera búin að ná vissu heildar-takmarki, og lítið útlit var til þess, að grundvallarsannindi þau mundu haggast, sem vísinda- kerfin voru bygð á. Þó benda ýmsar athuganir og tilraunir, sem menn hafa gjört um aldamótin og á hinum fyrstu níu árum ald- arinnar á gagngjörða breytingu á mörgum hugmyndum vísindanna. Menn hafa orðið varir við ýms fyrirbrigði og gert ýmsar upp- götvanir, sem menn til skamms tíma höfðu ekki minstu hugmynd um. Pó margar af nýjungum þessum séu þess eðlis, að þær virð- ast aðeins vera hin fyrstu bernskutilþrif til skilnings á ýmsu, er náttúruna snertir, þá er þó auðséð, að heimsskoðun náttúrufræð- inga er töluvert að breytast, hinar eldri hugmyndir eru að leys- ast í sundur, þó enn séu ekki alstaðar komnar varanlegar sann- reyndir í staðinn. Nýtt tímabil í heimi vísindanna sýnist renna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.