Eimreiðin - 01.01.1910, Side 4
4
upp á himni hinnar nýju aldar, en hvað dagsbrúnin boðar, er enn
þá öllum hulið.
Vísindin verða að byggja á því, sem áður hefir verið gjört,
og engar framfarir eru hugsanlegar, nema þær vaxi upp úr rann-
sóknum fyrri tíma. Enginn vísindamaður getur komið neinu til
leiðar, nema hann sé nákunnugur öllu því, sem áður hefir verið
gjört í hans grein. Pað er því örðugt að rita fullskiljanlega fyrir
alþýðu manna um vísindaleg efni; til þess í raun og veru að
skilja vísindalegar tilraunir og rannsóknir, þarf mikla sérþekkingu.
I alþýðlegum ritgjörðum verða menn því oftast að láta sér nægja
að setja fram árangur rannsóknanna án þess að geta gjört les-
endunum fullkomlega ljóst, á hvern hátt vísindin hafa komist að
þessari eða hinni niðurstöðu í einstökum greinum.
Pað hefir hingað til verið skoðun manna, að alheimurinn væri
samsettur af tiltölulega fáum (um 80) frumefnum, sem ekki væri
hægt að sundurliða, og að hinar minstu einingar hvers frumefnis
væru ódeilanlegar frumagnir (atóm) afarsmáar; en þegar frumefnin
sameinuðust í sambönd þau, sem dauðir og lifandi hlutir eru bygðir
af, væri það frumagnir hvers frumefnis, sem samtengdust eftir
vissum þyngdarhlutföllum í sameindir (mólekúla). Að þessu
höfðu menn komist með hinum nákvæmustu rannsóknum í efna-
fræði, eðlisfræði og stærðfræði, og menn hafa jafnvel getað mælt
stærð atóma og mólekúla, þó hún sé langt fyrir neðan það,
sem menn geta séð í beztu sjónaukum. fað hefir t. d. verið
reiknað, að 50 þúsund triljónir1 vatnsefnis-atóma geti rúmast
innan í vanalegum títuprjónshaus.
Nú eru kenningar manna um frumefnin farin að taka miklum
breytingum, en rannsóknir þar að lútandi eru rétt að byrja, og
ófyrirsjáanlegt, hvert þær muni leiða. Menn eru farnir að sjá, að
einstök hinna svo kölluðu frumefna geta breyzt í önnur frumefni,
og ef vísindamenn öðlast almenna kunnáttu til aö framkvæma
slíkar breytingar, getur það í framtíðinni orðið til þess, að um-
turna mannlífinu.
Eins og kunnugt er, leiðir loftið illa rafmagn, en franskur
náttúrufræðingur, Becquerel að nafni, varð var við, að úran-
málmur einn sendi frá sér einkennilega geisla, sem hafa þau áhrif
á loftið, að það verður leiðandi fyrir rafmagn; verka þeir enn-
*) Sú tala er rituð með 16 mJUum.