Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 5

Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 5
5 fremur á sérstakan hátt á ljósmyndaplötur og framleiða ljós- bjarma hjá ýmsum efnum. Úran er frumefni, sem unniö er úr hinum svo kallaöa úran-bikmálmi, sem helzt fæst í Jóachímsthal í Bæheimi; úran er annars notað í glergjörð, við litun á glerbræðslu o. fi. Nú tóku margir eðlisfræðingar að gjöra tilraunir með þetta efni og geisla þessa, en hlutskörpust varð frú Sklódówska Curie, pólsk að ætt, gift frakkneskum eðlisfræðingi P. Curie. Eftir margra ára leit og tilraunir tókst henni loks að finna efni, sem var enn þá meira geislamagnað (radíóaktívt) en sjálft úranið; efni þetta er síðan frægt og heitir radíum. Frú Curie útvegaði sér heila smálest (2000 pund) af bikmálmi, og með því að sund- urliða allan þenna málm, tókst henni að finna 2—3 tíundu hluta úr grammi af hinu nýja efni, en gramm er fimmhundraðasti hluti úr pundi, sem kunnugt er. Von er þó radíum sé dýrt.1 Radíum hefir síðan verið undraefni, sem mikið hefir verið talað um, enda hefir það furðulega eiginlegleika. Auk þess fundust síðar í sama málmi tvö ný frumefni pólóníum og aktiníum, sem hafa svipað eðli eins og radíum; frumefnið ihóríum er einnig geislamagnað á sama hátt. Hinir ensku náttúrufræðingar Raleigh lávarður og W. Ram- say háskólakennari fundu 1895 nýtt frumefni í loftinu, sem þeir kölluðu argon, síðar fann Ramsay um aldamótin þrjú ný loftefni, kryptón, neón og xenón; auk þess hafði hann 1895 fundið helíum, sem menn reyndar með ljósrannsóknum áður höfðu fund- ið í sólinni, en ekki fyr hér á jörðu. 011 eru þessi 5 efni litlaus- ar lofttegundir, sem ekki geta sameinað sig neinum öðrum frum- efnum. Eftir að radíum fanst, tóku hinir gáfuðustu núttúrufræð- ingar í Evrópu og Ameríku með miklu hugviti að rannsaka eðli þess, sérstaklega frú Curie og maður hennar, bæði jafnágætir eðlisfræðingar,2 er framkvæmdu rannsóknir sínar í sameiningu. Pá hefur snillingurinn Ramsay ekki látið sitt eftir liggja og hefir hann líka gjört ýmsar mikilsverðar uppgötvanir, er snerta radíum. Menn tóku líka eftir því, að radíum sendir frá sér einkenni- lega geisla með öðru eðli, heldur en áður hafði þekst, eiginlega þrennskonar geisla og þá einnig afarmikið afl (energi), sem virð- J) Eitt gTamm af radíum kostar nú 70—80 þúsund krónur. 2) Hjónin Curie fengu líka í sameiningu Nóbel-verðlaunin fyrir rannsóknir sínar, en litlu síðar varð P. Curie undir vagni í París og beið bana, en frú Curie var veitt embætti það við háskólann, er maður hennar hafði haft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.