Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 7

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 7
7 til þess, aö einhver eining liggi til grundvallar fyrir þeim öllum, að menn hafa getað raðað þeim niður í kerfi eða flokka í vissum talnahlutföllum eftir atómþyngd og öllum eiginlegleikum. Rúss- iskur efnafræðingur Dmitri Mendelejew hefir einna mest feng- ist við þesskonar rannsóknir, og hann gat meðal annars sagt fyrir, að til hlytu að vera þrjú óþekt frumefni, og sagði líka fyrir eiginleika þá, sem þau ættu að hafa. Löngu seinna fundu efna- fræðingar frumefni þessi, spádómur Mendelejew's rættist fullkom- lega; nú heita frumefni þessi skandium, gallíum og germaníum. Öll þessi fyrirbrigði eru þó enn í þoku, en efnafræðingar sjá frammi fyrir sér mikið verksvið, og hugvit þeirra hefir þar um langan aldur margar getgátur að glíma við. Einsogfyrvar getið, framleiðir radíum afarmikið afl (energi),sem helztkemur fram sem hiti; af þvímáráða, aðatóminaðöllum líkindum gætu sundurliðast og hlutar þeirra aftur sameinast til nýrra frum- efna, ef hægt væri að láta nógu sterkt afl, líklega í rafmagnsformi, verka á þau. Pað er því ekki lengur hreinn hugarburður, að þab síðar kunni að takast að breyta einu efni í annað, ódýrum málm- um í dýra o. s. frv. Hver veit nema draumur gullgiörðarmanna frá miðöldunum rætist, að efnafræðingarnir geti búið til eins mikið gull eins og þeir vilja, en af því hlyti að leiða þá bylting á öllu viðskiftalífi heimsins og á sögu þjóðanna, sem ekki er hægt að gjöra sér neina hugmynd um. Nú eru lífsstörf frymisins hjá líf- rænum hlutum líka komin undir eðli og styrkleika þess afls, sem í þeim býr, og það er því eigi alveg óhugsanlegt, að það ein- hverntíma í framtíðinni eigi fyrir mannkyninu að liggja, að finna ráð til þess, að viðhalda starfsþreki hinna smæstu, lífrænu frum- parta líkamans með einhverjum ódáinsvökva, sem þannig geti lengt líf einstaklingsins. En það er þarfleysa að bollaleggja nokk- uð um það, sem enn er hulið í þoku ókominna alda. Um öfl náttúrunnar hafa menn líka á seinni árum feugið margar nýjar upplýsingar, sérstaklega hafa menn rannsakað ýmsa svo kallaða geisla, sem menn áður ekki þektu. Hér yrði of langt að fara út í þá sálma með nokkurri nákvæmni; vér aðeins nefn- um fátt eitt. Flestir munu hafa heyrt getið um hin undursam- legu fyrirbrigði, sem Röntgen-geislarnir sýna; með þeim geta menn gegnum holdið skoðað sína eigin beinagrind. Á spítölum erlendis verða geislar þessir nú að miklum notum, þegar leita skal fastra líkama innan í mönnum. Röntgen-geislarnir fara beint eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.