Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 8
8 og ljósgeislar, ganga ekki gegnum málma og bein, en gegnum hold og marga aðra hluti; ýms bjarmaberandi efni geta breytt þeim í alment ljós, og þeir hafa áhrif á ljósmyndaplötur. Pá eru Becquerel-geislarnir, sem fyr voru nefndir, þrennskonar radíum- geislar, sem innbyrðis hafa töluvert mismunandi eðli; geislar þessir kastast eigi aftur frá gljáandi fleti og brotna eigi sem ljós- geislar, en þeir bogna af áhrifum segulstáls. Pá eru anóðu- og og katóðu-geislar, sem sjást þar sem rafmagn fer í gegnum loft- tómt rúm eða loftþynt rúm innan í lokuðu glerhylki og framleiða þar ýmislegan, undarlegan ljósbjarma. Geislar þessir eru allir að eðli sínu ólíkir vanalegum hita- og ljósgeislum, og hafa eðlis- fræðingar á seinni árum með mikilli ákefð rannsakað náttúru þeirra, og meðal annars komist þar að mörgu, sem skýrir upp- runa og eðli rafmagnsins.1 Rannsókn katóðugeislanna hefir meðal annars gefið nýjar upp- lýsingar um norðurljósin, sem menn áður áttu í vandræðum með að skilja. Nú vita menn að norðurljósin eru rafmagnsfyrirbrigði, neikvætt (negativt) rafmagn (katóðugeislar) kringum segulskaut jarðar á 15-—25 mílna hæð yfir sævarflöt. Ljósrannsóknir sýna, að þar verða óteljandi rafmagnsslög eða leiftranir, svo lofttegundir verða lýsandi, og ljósband þeirra hefir sýnt, að þar, svo hátt yfir jörðu, er meðal annarra loftefna einna mest af kryptón, sem ann- ars er svo fágætt neðar í lofti, að menn við yfirborð jarðar finna aðeins einn hluta af kryptón í sjö miljónum hluta af andrúmslofti. Eðlisfræðingar þykjast nú, einkum við rannsóknir J. Thom- son’s í Cambridge, orðnir sannfærðir um, að neikvæða rafmagnið sé straumur af ótrúlega smáum ögnum, er þeir kalla elektróna; þær þjóta áfram með ógurlegum hraða, og hver þeirra er eigi stærri en 700. hluti úr vatnsefnis-frumögn. Jákvæða (pósitíva) raf- magnið svo kallaða er að skoðun þeirra aðeins vöntun rafmagns, straumleysi; elektrónarnir eru aðeins einnar tegundar. Hér ber alt að sama brunni. Eins og vér fyr gátum um, hafa efnafræð- ingarnir komist að svipaðri niðurstöðu um samsetningu atómanna. Áður voru þau álitin ódeilanleg, einsog nafnið ber með sér (atóm = ódeili), hið minsta sem til væri, frumeindir veraldar. Nú er öll sú bygging hrunin. Nú hefir þegar verið skygnst svo djúpt ') Tilraunir með þessar nýju geislategundir eru eigi hættulausar, sumir nátt- úrufræðingar hafa lemstrast og aðrir biðið bana af að fást við þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.