Eimreiðin - 01.01.1910, Blaðsíða 9
9
í hyldýpi smæddarinnar, ab mannlegan anda sundlar eins að líta
þangað, eins og um stjörnudjúp alheimsins. Nú hugsa menn sér
ekki lengur að atómin séu frumeindir, heldur miklu fremur nokk-
urskonar stjörnukerfi, þar sem óteljandi elektrónar með geysi-
hraða þjóta eftir vissum lögum kringum einhverja þungamiðju. I
þessum geysihröðu elektrónum, sem að efni til eru frumefni allra
frumefna, er mikið afl fólgið, sem losnar úr læðingi, þegar atómið
liðast sundur.
Til þess að rannsaka slíka hluti þarf ótrúlega mikla nákvæmni
og margbrotin verkfæri, uppfundin og útbúin með hinu mesta
hugviti. Til þess að ná sannreyndum í vísindunum, einkum í
eðlisfræðinni, þurfa menn að geta mælt mjög nákvæmlega. Mæl-
ingarverkfærin voru líka í fyrri daga mjög ófullkomin og óná-
kvæm í samanburði við það, sem nú er; margar hinar eldri fræði-
kenningar eru bygðar á ónákvæmum mælingum og því ófullnægj-
andi. Tilraunir og mælingar fullkomnast ár frá ári. Á 17. öld þótti full-
nóg vísindaleg nákvæmni, ef eigi skakkaði meiru en 1/io mm. á lengd-
armáli, viðlok 18. aldar var x/ioo mm. mesta nákvæmni, en nú þykir ná-
kvæmnin á fyrirmyndar-mælikvaröa varla nóg, þó eigi þurfi skekkj-
an að vera meiri en 2/10,000 mm. Eigi er nákvæmnin á þyngdar-
máli minni; hin alþjóðlega mælingastofnun í París tekur við fyrir-
myndar vog síná tillit til eins hundraðasta hluta af millígrammi, með
öðrum orðum, þar geta menn vegið einn hundrað-miljónasta hluta
af kílógrammi, en kílógramm er, sem kunnugt er, 2 pund. Menn
gera sér mikið far um, að geta gjört nákvæmar hitamælingar, og
er það mjög örðugt, þegar um geysimikinn hita og kulda er að
ræða. Menn nota nú hitamæla fylta með vatnsefni eða helíum,
og geta með þeim mælt 260 stiga frost (-f- 260°) og 2000° hita
með furðanlega mikilli nákvæmni; en þegar hærra kemur, verður
nákvæmnin miklu minni, því þá verða menn á ýmsan kyndugan
hátt að athuga og mæla útgeislun ljóss og hita úr þeim líkama,
er mæla skal.
Sjónaukar (míkróskóp) hafa á seinni árum tekið stórmiklum
framförum, en eðli ljóssins bannar þar stækkun agna, sem eru
minni en 73000 úr millimetra, svo varla er hægt að ná meiri
stækkun með glerjum en nú fæst. Nú hafa menn fundið aðra að-
ferð og eru farnir að gjöra smásjár (últra-míkróskóp) sem komast
enn lengra niður í smæddina; þeir heita Sidentopf og Zsygmondy,
sem hafa fundið þessa aðferð. Uppfundning þessi er bygð á ar--