Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 9

Eimreiðin - 01.01.1910, Qupperneq 9
9 í hyldýpi smæddarinnar, ab mannlegan anda sundlar eins að líta þangað, eins og um stjörnudjúp alheimsins. Nú hugsa menn sér ekki lengur að atómin séu frumeindir, heldur miklu fremur nokk- urskonar stjörnukerfi, þar sem óteljandi elektrónar með geysi- hraða þjóta eftir vissum lögum kringum einhverja þungamiðju. I þessum geysihröðu elektrónum, sem að efni til eru frumefni allra frumefna, er mikið afl fólgið, sem losnar úr læðingi, þegar atómið liðast sundur. Til þess að rannsaka slíka hluti þarf ótrúlega mikla nákvæmni og margbrotin verkfæri, uppfundin og útbúin með hinu mesta hugviti. Til þess að ná sannreyndum í vísindunum, einkum í eðlisfræðinni, þurfa menn að geta mælt mjög nákvæmlega. Mæl- ingarverkfærin voru líka í fyrri daga mjög ófullkomin og óná- kvæm í samanburði við það, sem nú er; margar hinar eldri fræði- kenningar eru bygðar á ónákvæmum mælingum og því ófullnægj- andi. Tilraunir og mælingar fullkomnast ár frá ári. Á 17. öld þótti full- nóg vísindaleg nákvæmni, ef eigi skakkaði meiru en 1/io mm. á lengd- armáli, viðlok 18. aldar var x/ioo mm. mesta nákvæmni, en nú þykir ná- kvæmnin á fyrirmyndar-mælikvaröa varla nóg, þó eigi þurfi skekkj- an að vera meiri en 2/10,000 mm. Eigi er nákvæmnin á þyngdar- máli minni; hin alþjóðlega mælingastofnun í París tekur við fyrir- myndar vog síná tillit til eins hundraðasta hluta af millígrammi, með öðrum orðum, þar geta menn vegið einn hundrað-miljónasta hluta af kílógrammi, en kílógramm er, sem kunnugt er, 2 pund. Menn gera sér mikið far um, að geta gjört nákvæmar hitamælingar, og er það mjög örðugt, þegar um geysimikinn hita og kulda er að ræða. Menn nota nú hitamæla fylta með vatnsefni eða helíum, og geta með þeim mælt 260 stiga frost (-f- 260°) og 2000° hita með furðanlega mikilli nákvæmni; en þegar hærra kemur, verður nákvæmnin miklu minni, því þá verða menn á ýmsan kyndugan hátt að athuga og mæla útgeislun ljóss og hita úr þeim líkama, er mæla skal. Sjónaukar (míkróskóp) hafa á seinni árum tekið stórmiklum framförum, en eðli ljóssins bannar þar stækkun agna, sem eru minni en 73000 úr millimetra, svo varla er hægt að ná meiri stækkun með glerjum en nú fæst. Nú hafa menn fundið aðra að- ferð og eru farnir að gjöra smásjár (últra-míkróskóp) sem komast enn lengra niður í smæddina; þeir heita Sidentopf og Zsygmondy, sem hafa fundið þessa aðferð. Uppfundning þessi er bygð á ar--
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.