Eimreiðin - 01.01.1910, Síða 10
IO
inu í sólargeislanum, þar sjást undrasmáar agnir uppljómaðar af
geislum, sem falla á þær og dreifast svo; þær sjást, þó örsmáar
séu, ef ljósið frá þeim fellur í auga manns með vissri stefnu.
Smásjá þessi er bygð á því, að sólarljós, sem fer gegnum vana-
legan sjónauka, er látið falla á smáagnir, er skoða skal, og dreif-
ast til hliðar, svo myndir agnanna falla mjög stækkaðar eins og
frá skuggamyndavél á svartan grunn. Pessi stækkunar-aðferð er
enn í bernsku, en þó þykjast menn á þenna hátt hafa getað séð
agnir, sem voru aðeins einn þrímiljónasti hluti úr millímetra á
stærð; menn vonast eftir því, að þeir brátt á þenna hátt geti séð
sjálfa mólekúlana.
Hínar margvíslegu og afarnákvæmu mælingaraðferðir og til-
raunir nútímans hafa gert að verkum, að menn nú eru á ný
farnir að prófa sannreyndir þær, sem hin eldri fræðikerfi eru bygð
á, og hefir þá mörg byggingin hrunið, því mörg eru hrófatildrin
í vísindunum, eins og annarsstaðar. Við þetta hefir jafnvel vaknað
efi á ýrr.sum grundvallarsetningum vísindanna, og trúin á allsherj-
areðli sumra náttúrulaga hefir stundum farið að veikjast, enda eru
mörg þau grundvallaratriði, sem eðlisfræðin og efnafræðin byggja
setningar sínar á, ósannanleg og óskiljanleg í eðli sínu, þó áhrif
þeirra séu áþreifanleg í framkvæmdinni og í samræmi við reynslu-
greinir mannlegs anda.
Aðalgrundvallar-setningar eðlis- og efnafræðinnar og þá líka
heimspekinnar eru þær, að efni og afl séu eilíf og verði aldrei að
engu, eða af engu. Pessa hyrningarsteina hafa ýmsir eðlisfræð-
ingar á seinni árum verið að bisast við að hreyfa, en það hefir
reyndar ekki tekist. Eins og vér fyr gátum, leit út fyrir það um
stund, að radíum ætlaði að umhverfa aflslögunum; en nú þykjast
menn hafa fundið, að hitakraftur þess þverrar, þó seint gangi, og
með þvi virðist þessari kenningu borgið. Sumir hafa líka reynt
að vefengja kenninguna um viðhald efnisins. Menn hafa með ýtrustu
nákvæmni nútímans vegið ýms efni á undan og eftir breytingum
þeim, er verða við efnasambönd, og tveir mjög æfðir eðlisfræð-
ingar, Landolt og Heydweiller, hafa fundið, að stundum virðist
efni hverfa; efni, sem blandað er saman, vega minna á eftir en
undan; sem dæmi má nefna, að salt uppleyst í vatni vegur ekki
hið sama eins og saltið og vatnið áður en upplausnin fór fram;
þó munar þetta afarlitlu. Að svipaðri niðurstöðu komst Poynt-
ing við rannsóknir á þeim áhrifum, sem hiti gerir á ýmsa lílcami.