Eimreiðin - 01.01.1910, Side 12
12
aö vera óveganlegur, en um leið ótrúlega þanþolinn, fjaðurmagn-
aður og teygjanlegur og þó óhreyfanlegur í heild sinni. Alt þetta
er hvað upp á móti öðru, og menn eru jafnnær um hið eiginlega
eðli efnis þess, er þeir ætla að fylli allan geiminn. Margir eðlis-
fræðingar segja því, að í raun réttri sé ekki hægt að einkenna
eðli Ijósvakans með eiginleikum, sem mannlegur skilningur að svo
stöddu geti gripið.
Pá hefir það ennfremur valdið miklum heilabrotum hjá
eðlisfræðingum og stærðfræðingum, að reyna að skilja, hvað
þyngdarlögmálið er í raun og veru. Sá náttúrukraftur er
ólíkur öllum öðrum og stendur í engu sambandi við þá. Eng-
inn annar kraftur getur haft áhrif á þyngdaraflið, beygt það af
leið eða breytt því, hvorki ljós, rafsegulmagn eða neitt annað.
J’etta náttúruafl er sérstakt og einstakt og verkar á alla líkama,
sem vér þekkjum. Áhrif þyngdarinnar verða á sama augnabliki,
hvað mikil sem fjarlægðin er; menn hafa ekki getað séð, að þar
þyrfti neinn tíma til, og Laplace reiknaði þegar fyrir löngu, að
hraði þyngdaraflsins hlyti að minsta kosti að vera 500 miljónum
sinnum meiri en hraði ljóssins, en ljósið fer, sem kunngt er, 40
þúsund mílur á sekúndu.
fað hefir hingað til verið grundvallarhugsun allrar eðlisfræði,
að öll fyrirbrigði náttúrunnar væri í raun réttri hreyfing í ýmsu
formi og náttúran að öllu leyti hlýddi hinum stærðfræðislegu lög-
um aflfræðinnar, eða með öðrum orðum, að öll fyrirbrigðin væri
»mekanisk«. Menn ætluðu, að það væri hugsanlegt, að vísindin
einhvern tíma kæmust svo langt, að ákveða mætti legu og hraða
efniseindanna, og þá leiddi af því, að hægt væri að segja fyrir
og ákveða alt það, sem fyr og síðar á sér stað í ríki náttúrunnar.
Þessar grundvallarhugsjónir eru menn líka farnir að kryfja og
kanna. Eðlisfræðingarnir íhuga nu og athuga, hvort það sé í
raun og veru fullsannað, að ekkert sé annað til í hinni skynjan-
legu náttúru en efni og hreyfing, og hvort það sé ekki aðeins af
vana, að vér heimfærum uppruna fyrirbrigðanna til aflfræðislag-
anna, því skilningarvit vor séu hinir einu gluggar, sem snúa út
að tilverunni, svo vér sjáum hana eingöngu frá einni hlið. Al-
heiminn þekkjum vér aðeins af áhrifum þeim, sem hann hefir á
skilningarvitin, en líffæri vor geta aðeins gripið þessi áhrif í ýmis-
legu hreyfingarformi. Hvaða sönnun höfum vér fyrir því, að
skynjan vor geti gripið hina sönnu mynd tilverunnar, enda játa