Eimreiðin - 01.01.1910, Page 13
13
hinir frægustu stærðfræðingar og eðlisfræðingar, að það sé í raun
og veru ómögulegt, að finna alveg fullkomna og óyggjandi sönn-
un og aflfræðisskýring fyrir nokkru einasta fyrirbrigði náttúrunnar.
Heilabrot um þetta og efasemdir af ýmsu tægi hafa því nú á
dögum mikil áhrif á störf stærðfræðinga og eðlisfræðinga, sem
dýpst leita, og knýja þá til hinnar ýtrustu nákvæmni við tilraun-
irnar og við sundurliðun þeirra ályktana, sem af þeim má leiða.
Flestir eðlisfræðingar gefa þessum ráðgátum þó lítinn gaum; þeir
vinna með óþreytandi elju að rannsókn þeirra fyrirbrigða, sem
næst liggja og verklega þýðingu hafa fyrir almenna framför þekk-
ingarinnar, og til beinna nota mega verða fyrir mannkynið, en
þeir gera engar tilraunir til þess, að draga blæjurnar af leyndar-
dómum tilverunnar.
Menn eru altaf að færa út takmörk þekkingarinnar, en heims-
gátan er enn jafn-óráðin eftir sem áður. Hvað efni og afl er í
raun og veru, veit enginn, hvaðan það er upprunnið eða hvort
það er eilíft, hver tilgangurinn er með öllu þessu, eða hvort það
er enginn tilgangur, um það geta vísindin ekkert sagt. f*að, sem
liggur bak við tilveruna, er fyrir utan vísindin og hinu megin við
takmörk mannlegs anda. Hinir miklu náttúrufræðingar, sem bera
vísindi nútímans í höfði sér og byggja undirstöðu framtíðarinnar,
taka allir undir með Newton, er hann sagði: »Eg veit ekki hvaða
skoðun almenningur hefir á mér, en í sjálfs míns augum finst mér
ég líkjast dreng, sem leikur sér við sævarströnd og skemtir sér
með því endur og sinnum að finna óvanalega sléttan stein eða
fallega skel, — en á meðan liggur hið mikla úthaf sannleikans
alt órannsakað fyrir utan mig.«
Úr yngsta kveðskap Svía.
Eftir MATTH. JOCHUMSSON.
GUSTAV FRÖDING: HETJULJÓÐ UM DANSLEIK.
I.
Nú skal sögu segja litla hríð:
Mín sál var ung og fremur gljúp en stríð.